Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429287086.02

  Enskugrunnur 1
  ENSK1RL05
  32
  enska
  lestur, málfræði, ritun og orðaforði
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum eru grunnþættir tungumálanáms þjálfaðir. Lögð er áhersla á rétta málnotkun, að nemendur geti tjáð sig í töluðu og rituðu máli og geti tekið þátt í samræðum. Nemendur lesa stutta texta, smásögur, fréttaefni og efni af Netinu. Hlustun og myndefni notað sem efniviður í ýmiss konar æfingar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • nokkrum undirstöðuatriðum enskrar málfræði
  • víðtækum orðaforða
  • enskri málnotkun
  • mismunandi málsniðum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tjá sig um einfalda hluti munnlega og skriflega
  • skilja talað mál um kunnuglegt efni
  • skrifa samfelldan texta um kunnuglegt efni
  • nýta sér ensk uppflettirit, s.s. orðabækur, og leitarvélar á netinu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • auka orðaforða sinn og samtalshæfni
  • nýta sér helstu undirstöðuatriði enskrar málfræði
  • afla sér upplýsinga á ensku og hagnýta sér þær í námi
  • skrifa enskan texta með viðeigandi málsniði
  Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Munnlegt og skriflegt lokapróf.