Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429360622.12

  kennslustofan og nemandinn
  NÁMT2KN05
  1
  námstækni
  NÁMT
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum kynnist nemandinn starfsaðferðum kennarans í kennslustofunni með sérstakri áherslu á markmiðssetningu, fjölbreyttar náms- og kennsluaðferðir, námsmat og greiningu hættumerkja í kennslu. Farið er yfir leiðir til að skapa örvandi og öruggt umhverfi í kennslustofunni. Fjallað er um undirbúning kennslustunda, gerð kennsluáætlana og matsblaða. Farið er yfir aðferðir til að aðstoða nemendur og hvernig hægt er að beina athygli þeirra að námi og leik. Hugað er að áhættuþáttum á borð við agavandamál, einelti og tilfinningalegt óöryggi. Nemandinn kynnist aðferðum til að umbreyta kennsluefni með tilliti til einstaklingsbundinna þarfa og aðlaga kennsluhætti að þeim þörfum. Meðal efnisþátta áfangans eru: Kennslustofan, kennsluáætlun, hópastærðir, kennsluaðferðir, nýting kennslustunda, bekkjarandi, hjálpartæki, gerð kennslugagna, áhugahvetjandi aðferðir, skipulag verkefnavinnu, mat á námsárangri og eftirfylgni, hættumerki í kennslu, aga- og foreldrasamstarf.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þroskaferli og þroskaþáttum barna og unglinga.
  • helstu viðfangsefnum, aðferðum og kenningum í uppeldisfræði, félagsfræði og þroskasálfræði.
  • námskrám á leik- og grunnskólastigi.
  • uppeldismarkmiðum leik- og grunnskóla.
  • leik- og grunnskóla sem starfsvettvangi og þeim réttindum og skyldum sem störfum þar fylgja.
  • hlutverki og ábyrgð starfsmanna leik- og grunnskóla.
  • mikilvægi leiks í námi barna.
  • aðferðum til að skrá og miðla upplýsingum um námsframvindu, hegðun og ástundun nemenda, bæði til kennara og foreldra.
  • aðferðum til að styrkja nám og ástundun nemenda.
  • því að bregðast faglega við óvæntum aðstæðum í kennslustofunni.
  • mismunandi námsefni og kennslutækni.
  • helstu kennsluaðferðum og megineinkennum þeirra.
  • hlutverki og viðfangsefni kennara á grunnskólastigi.
  • Hvernig best er að standa að undirbúningi kennslustunda, markmiðssetningu og gildi hennar í skólastarfi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • auka úthald sitt, styrk og liðleika með fjölbreyttum aðferðum sem henta.
  • stunda þjálfun og hreyfingu sem hafa áhrif á jákvæða upplifun og viðhorf til líkams- og heilsuræktar.
  • sjá tækifæri til hreyfingar undir berum himni.
  • nýta sér undirstöðuatriði líkamsbeitingar í þjálfun sinni.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • hann fái áhuga á því að hreyfa sig ævina á enda þar sem upplifun hans er metin með hreyfingardagbók.
  • velja líkamsrækt við hæfi sem metið er með spurningalistum.
  • leysa af hendi verkefni sem snúa að skipulagi eigin þjálfunar sem metið er með því að nemandi útbýr æfingaáætlun.
  • takast á við áskoranir daglegs lífs sem metið er með sjálfsprófi.
  • styrkja jákvæða sjálfsmynd og hugarfar með þátttöku í almennri heilsurækt og útiveru sem metið er með virkni, áhuga og mætingu í tíma.
  • glíma við fjölbreytt verkefni sem snúa að alhliða hreyfingu, líkams- og heilsurækt sem metið er með virkni, áhuga og mætingu í tíma.
  • nýta sér möguleika á að flétta reglubundna hreyfingu við daglegt líf og starf sem metið er með spurningalistum.
  • nýta sér möguleika til heilsuræktar í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni sem metið er með markmiðssetningu, dagbókarskrifum og sjálfsprófi.
  Áfanginn er verklegur. Nemendur þurfa að vinna sjálfstætt en geta fengið mikla leiðsögn óski þeir eftir því. Lögð er áhersla á að þeir mæti jafnt og þétt yfir alla önnina og byggist námsmat á því. Áfanginn er próflaus.