Í áfanganum er áfram lögð áhersla á að nemendur haldi áfram að tileinka sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur vinna verkefni sem þjálfa lesskilning ásamt samskiptaþáttunum: tali, hlustun og ritun. Áhersla er lögð á uppbyggingu orðaforða, ritun stutta og hnitmiðaða texta, og munnlegar æfingar. Í áfanganum er menning spænskumælandi landa fléttuð inn í kennsluna.
Gert er ráð fyrir fjölbreyttri verkefnavinnu þar sem nemendur vinna ýmist einir eða í hópum. Unnið er bæði með raunefni og kennsluefni í mynd, vídeó- og textaformi, svo sem tónlist, samtöl, fræðsluefni, blaðagreinar og auglýsingar. Markmiðið er að auka læsi nemenda á hinum spænskumælandi menningarheimi og gera þeim kleift að nota tungumálið til þess að geta tjáð sig á einfaldan hátt og nýtt sér það til að afla sér upplýsinga og þekkingar. Nemendur taka þátt í því að velja þemu og efnistök í áfanganum.
10 einingar í spænsku á 1. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
menningu þeirra landa þar sem spænska er töluð
almennum orðaforða og einföldum setningum
mál- og samskiptavenjum
grunnatriðum í spænskri málfræði
tungumálinu og útbreiðslu þess
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja almennt talað mál þegar talað er skýrt og greinilega
nota einfaldan orðaforða til að: tjá sig um og lýsa hefðum, séreinkennum í eigin landi og bera saman við hinn spænskumælandi heimi
tjá sig um óskrifaðar reglur í hinum spænskumælandi heimi og bera saman við eigin menningu
tala um ferðalög og segja frá ferðamáta og möguleikum sem ungt fólk hefur varðandi ferðalög
tala um eigin framtíðarhorfur og framtíðarspá almennt
afla sér upplýsinga um og tjá sig um sjálfvalin málefni sem tengjast hinum spænskumælandi heimi
tjá sig um líðandi stund
nota tungumálið í einföldum samræðum bæði við samnemendur og við spænskumælandi fólk
lesa texta um efni sem hann þekkir og tileinka sér ný orð í textanum
skrifa stuttan samfelldan texta um efni sem unnið hefur verið með og kynna á fjölbreyttan hátt
beita meginreglum í málfræði
koma auga á blæbrigði spænskumælandi menningar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
halda samtali gangandi og beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum
skilja talað mál um kunnuglegt viðfangsefni m.a. af internetinu, úr útvarpi og sjónvarpi
leita uppi og afla sér upplýsinga úr stuttum blaða- og tímaritsgreinum og geta dregið ályktanir af því sem hann les
skrifa texta bæði frá eigin brjósti og samantektir á tilteknu efni sem hann velur sjálfur
geta borið eigin menningu við annarra
auka meðvitund um eigin leiðir til að tileinka sér tungumálið
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.