Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429384961.42

    Lýðheilsa A
    LÝÐH1GB02
    46
    lýðheilsa
    grunnáfangi bóklegt
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Bóklegi hlutinn: Fjallað verður um heilsu og hvað heilbrigður lífstíll sé. Fjallað verður almennt um hreyfingu og mikilvægi hennar hjá öllum aldurshópum, þó verður sérstök áhersla á framhaldsskólaaldurinn. Farið verður yfir þrjú algengustu þjálfunarformin (þol, styrk og liðleiki) og hinar ýmsu þjálfunaraðferðir innan hvers forms skoðuð. Farið verður yfir áhrif vímuefna (tóbak, áfengis og lyfja) á heilsu og líkamlegt form einstaklinga. Farið er yfir uppbyggingu á hreyfingarlotu (einni stakri æfingu) með áherslu á upphitun og niðurlags og áhrifum þeirra á líkamann. Verklegi hlutinn: Kennslan fer fram utandyra og inni í íþróttasal. Tímarnir verða fjölbreyttir þar sem farið verður í ýmsa leiki ásamt hinum ýmsu íþróttagreinum. Einnig verður farið í þau þjálfunarform sem tekin eru fyrir í bóklegu kennslunni og nemendur fá tækifæri til að prufa hinar ýmsu þjálfunaraðferðir innan hvers þjálfunarforms.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvað almennt heilbrigði er
    • mikilvægi hreyfingar hjá sínum aldurshóp
    • góðs lífsstíls sem inniheldur hreyfingu
    • mikilvægi upphitunar fyrir áreynslu og niðurlags eftir áreynslu
    • fjölbreyttum þjálfunaraðferðum innan þols, styrks og liðleika
    • uppbyggingu hreyfingarloftugerðar (tímaseðlagerð)
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • iðka fjölbreytta grunnþjálfun og beita mismunandi þjálfunaraðferðum til þess
    • nota almenna og sérhæfða upphitun
    • finna púls og nota púlsklukku rétt
    • búa til skipulagðan og áhugaverðan tímaseðil
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér möguleika til hreyfingar í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni
    • nýta sér möguleika til að flétta hreyfingu í daglegt líf eftir bestu getu
    • viðhalda eða bæta eigið líkamshreysti
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans. Öll verkefni gilda til einkunnar.