Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429458011.51

    Knattspyrna
    ÍÞRG1KN02
    13
    íþróttagrein
    knattspyrna
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Viðfangsefni áfangans er knattspyrna og áfanginn er að mestu verklegur þar sem áherslan er á knattspyrnu fyrir byrjendur upp að 16 ára aldri. Í áfanganum verður farið í grunnatriði greinarinnar og nemendur þjálfa ýmis grunntækniatriði s.s. knattmeðferð, knattrak, sendingar, skot og gabbhreyfingar. Efni tengt viðfangsefninu verður sett á kennsluvef og nemendur vinna fjölbreytt verkefni, bæði verkleg og bókleg, ýmist einir eða í hóp undir leiðsögn kennara.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu þjálfunaraðferðum greinarinnar
    • grunnatriðum og reglum greinarinnar
    • mismunandi hlutverkum leikmanna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • stunda knattspyrnu, spila mismunandi stöður og fylgja leikreglunum
    • framkvæma upphitun og aðrar æfingar til að bæta getu sína í greininni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • spila knattspyrnu eftir leikreglum
    • geta horft á knattspyrnuleik og skilið leikinn
    • geta tekið þátt í umræðum um knattspyrnu
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar. Nemendur þurfa að uppfylla skilyrði um mætingu og virkni í tímum. Áfanginn er metinn út frá verkefnaskilum, mætingu, virkni, færni og áhuga.