Helsta viðfangsefni áfangans er ljósmyndun með stafrænni myndavél, helstu stillingar hennar og grundvallaratriði í myndbyggingu. . Fjallað verður um helstu tæknihugtök í ljósmyndun, s.s. ljósop, hraði, brennivídd, ljóshiti og dýptarskerpa og hvernig nota má þessi tól við myndsköpun. Verk ólíkra ljósmyndara frá ýmsum tímum verða til umfjöllunar og teknar verða umræður um fagurfræðileg álitamál. Farið verður í stúdíó og teknar ljósmyndir. Áhersla lögð á gagnkvæma, uppbyggilega gagnrýni nemenda á verk hver annars.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
beitingu ljósmyndavélar við ólíkar aðstæður til að ná fram fjölbreyttu myndefni
þeim hraða, ljósopi og ISO er heppilegast við ólíkar aðstæður
myndbyggingu, áferð, litum, formum og línum í ljósmyndum
ljósinu, bæði náttúrulegu og í stúdíói
listgagnrýni og fagurfræði
mismunandi straumum og stefnum í ljósmyndun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
stilla myndavélina til að ná hámarksgæðum við mismunandi birtuskilyrði
beita myndbyggingu, litum, línum, formi og áferð til að ná fram mismunandi áhrifum
nota mismunandi sjónarhorn og afstöðu myndavélarinnar til að ná fram mismunandi áhrifum
vinna stafrænar ljósmyndir á margs konar hátt í tölvu
segja sögu og vekja mismunandi hughrif með ljósmyndum
vinna með stúdíóljós og mismunandi bakgrunna
ræða á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt um verk samnemenda
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
ræða opinskátt um þær hugmyndir sem hann er að túlka í verkum sínum
ræða um og gagnrýna verk samnemenda sinna á uppbyggilegan hátt
ýta gagnrýni á eigin verk til að þroska eigin stíl
þróa myndhugmyndir sínar á meðvitaðan og gagnrýninn hátt og hrinda þeim í framkvæmd
Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, jafningjamat og leiðsögn. Nemendur skoða, skilgreina og gagnrýna verkefni hver annars og ekki síst sín eigin. Ekkert lokapróf er í áfanganum en nemendur vinna að stóru lokaverkefni og opna sýningu á verkum sínum í lok annarinnar