Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429538653.03

  Tómstundir - lýðræði og virkni
  TÓMS1LV01
  1
  tómstundir
  heilbrigði, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, sjálfbærni, sköpun, virkni, ábyrgð
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  Tómstundaáfanginn er samtvinnaður nemendafélagi skólans og er markmiðið með honum að efla félagslífið og virkja fleiri nemendur við skipulagningu viðburða. Nemandi velur sér áhugasvið / klúbb til að starfa með á önninni. Klúbbsfélagar koma sér saman um minnst einn reglulegan fundartíma í viku þar sem skráð er fundargerð. Grundvallarmarkmið hvers klúbbs er að halda minnst einn viðburð eða skila einni afurð á önn. Einstakir viðburðir eða röð viðburða skulu tímasettir og auglýstir innan skólans. Nemandi getur með virkri þátttöku í klúbbastarfi unnið sér inn einingu við lok annar. Nemandi á möguleika á einingu fyrir vinnu sína í tómstundaáfanga á hverri námsönn.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • fundarritun og mikilvægi fundargerða
  • gerð áætlana
  • lýðræðislegum vinnubrögðum í félagsstarfi
  • mikilvægi þess að koma fram
  • nauðsyn þess að tjá skoðanir sínar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • setja sér raunhæf en metnaðarfull markmið
  • vinna með og skilja mikilvægi áætlana
  • vinna með öðrum í hópi
  • sýna virkni og axla ábyrgð
  • koma fram og tjá sig
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka virkan þátt og hafa áhrif á félagslíf skólans
  • taka mið af sjónarmiðum annarra í stefnumótun
  • láta í ljós skoðanir sínar og fylgja þeim eftir af sanngirni
  • koma fram og treysta á eigin getu
  Metin er virkni og þátttaka einstaklingsins og einnig tekið mið af árangri samstarfshópsins / klúbbsins í heild.