Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429545082.2

  Verkefnavinna - lokaverkefni
  VERV3VL05
  1
  Verkefnavinna
  Verkefnavinna - lokaverkefni
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í þessum áfanga vinna nemendur að einu stóru rannsóknarverkefni að eigin vali. Viðfangsefnin verða að tengjast sérsviði brautar. Nemendur ákveða sjálfir viðfangsefni í samráði við kennara og í lok annar gera nemendur ítarlega grein fyrir verkefnum sínum. Áfanganum er ætlað að skerpa undirbúning nemenda fyrir háskólanám, sérstaklega hvað varðar verklega leikni og hæfni til að afla áreiðanlegra gagna, vinna úr þeim og koma niðurstöðum sínum á framfæri. Í áfanganum fá nemendur tækifæri til að draga saman reynslu og fyrra nám í verkefnavinnu sinni. Nemendur þurfa að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, virkni, frumkvæði og þjálfa skipulagshæfileika sína, enda skipuleggja þeir vinnu sína sjálfir undir almennri verkstjórn kennara.
  Allir áfangar í sérhæfingu brautar á 2. þrepi og a.m.k. 2 á 3. þrepi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þeim viðfangsefnum sem hann velur sér að fjalla um í áfanganum, á sérsviði viðkomandi brautar
  • hvernig helstu íslensk og erlend gagnasöfn eru uppbyggð
  • hvernig skal byggja upp og setja fram áheyrilegan fyrirlestur
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita viðurkenndum aðferðum í heimildaleit og öflun frumgagna
  • vinna úr heimildum og setja þær fram á agaðan og viðurkenndan hátt
  • skrifa vel upp settan og ígrundaðan útdrátt úr rannsóknargrein
  • kynna eigin niðurstöður fyrir öðrum
  • að gagnrýna framkvæmd og niðurstöður annarra á uppbyggilegan hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • velja rannsóknaraðferðir og tjáningarform sem hæfa viðfangsefninu ...sem er metið með... umræðum, sjálfsmati og skriflegum verkefnum
  • leggja mat á heimildir, gagnrýna þær og draga af þeim ályktanir ...sem er metið með... kynningum, umræðum, sjálfsmati og skriflegum verkefnum
  • beita fræðilegu sjónarhorni við eigin gagnavinnslu og gagnaöflun ...sem er metið með... umræðum, sjálfsmati og skriflegum verkefnum
  • tjá sig og miðla þekkingu, hugmyndum og skoðunum fyrir framan hóp, bregðast við gagnrýni og sýna útsjónarsemi í óvæntum aðstæðum ...sem er metið með... umræðum, sjálfsmati, kynningum og skriflegum verkefnum
  Í áfanganum verður viðhaft símat alla önnina og því er mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega. Leiðsagnarmati verður beitt við yfirferð verkefna og nemanda þannig bent á það sem gott er í úrlausnum hans ásamt því sem betur má fara.