Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429604073.56

  Vinnustaðanám 3 - Vinnustaður
  VINS2VI15
  8
  vinnustaðanám
  vinnustaður og sjálfstæði
  Samþykkt af skóla
  2
  15
  Áfanginn byggir á að gerður sé samningur milli nemanda, vinnustaðar og skóla um tilhögun námsins. Miðað er við 15 tíma vinnu á viku auk 2ja til 3ja tíma utan vinnustaðar við verkefnavinnu, dagbókarskrif og samráðsfundi. Áhersla er á að nemandi læri að vinna undir leiðsögn en tileinki sér jafnframt sjálfstæð og öguð vinnubrögð og fái um leið góða yfirsýn á það sem fram fer á vinnustaðnum. Nemendur sem eru í starfi, meðfram námi, hafa tök á að ljúka áfanganum.
  VINS2FS15
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • eðli og umfangi í rekstri fyrirtækisins
  • verkferlum sem eru í gangi
  • starfsmannahaldi á vinnustaðnum
  • stjórnun á vinnustaðnum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • setja sér raunhæf markmið varðandi nám og störf
  • setja sig inn í mismunandi starfssvið innan fyrirtækis
  • átta sig á hvar þurfi að gera betur til að verkferlar gangi upp
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna sjálfstætt á sínu verksviði án stýringar
  • leggja fram virka aðstoð sína svo verkferlar gangi betur upp
  • taka ábyrgð á tilteknu verksviði
  Dagbókarskil á tveggja vikna fresti alla önnina auk skriflegra verkefna. Ekki er mæting í kennslustundir en viðtöl á milli nemanda og kennara eiga sér stað þrisvar sinnum yfir önnina og skulu þau fara fram á vinnustað nemenda. Einnig þarf að skila starfsvottorði í lok annar undirrituðu af vinnuveitanda.