Áfanginn miðar að því að nemandinn öðlist góða þekkingu og almenna færni í tiltekinni starfsgrein á almennum vinnumarkaði. Áhersla er á að nemandi geti að loknu námi yfirfært hæfni sína milli fyrirtækja í sömu grein. Nemendur sem eru í starfi, meðfram námi, hafa tök á að sækja þennan áfanga. Áfanginn byggir á þeirra vinnuframlagi og verkefnum sem tengjast starfinu sem og reglulegum dagbókarskrifum.
Gerður er samningur milli nemanda, vinnustaðar og skóla um tilhögun námsins. Miðað er við 15 tíma vinnu á viku auk 2ja til 3ja tíma utan vinnustaðar.
VINS2SF15
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
starfssviði sínu
stöðu starfsgreinar sinnar í samfélaginu
breytingum og framþróun í starfsgreininni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leysa almenn viðfangsefni á sínu starfssviði
beita sérhæfðum aðferðum
nota tæki og búnað í starfsgreininni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta gengið í sambærileg störf og þau sem hann hefur tileinkað sér
geta metið mikilvægi þess að leita ráða og tekið tilsögn
vera fær um að þróa og bæta verklag í starfsgreininni
Dagbókarskil á tveggja vikna fresti alla önnina auk skriflegra verkefna. Ekki er mæting í kennslustundir en viðtöl á milli nemanda og kennara eiga sér stað þrisvar sinnum yfir önnina og fer minnst eitt þeirra fram á vinnustað nemenda. Einnig þarf að skila starfsvottorði í lok annar undirrituðu af vinnuveitanda.