Áfanginn inniheldur kynningu á sögu og uppruna sálfræðinnar ásamt umfjöllun um helstu stefnur og viðfangsefni hennar. Nemendur kynnast mikilvægustu grunnhugtökum greinarinnar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þróun sálfræði og tengslum við aðrar fræðigreinar
grundvallarhugmyndum sem móta kenningar í sálfræði
leiðum sálfræði til að útskýra hugsun, hegðun og tilfinningar einstaklinga
helstu tegundum náms og algengustu námsörðugleikum
helstu rannsóknaraðferðum í sálfræði
hagnýtu gildi sálfræðinnar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja umfjöllun um helstu hugmyndir sem mótað hafa sálfræðina
beita algengustu hugtökum sálfræðinnar á skilmerkilegan hátt
skoða eigin hegðun og annarra út frá grundvallarhugmyndum sálfræðinnar
skoða eigin hugsun og tilfinningar út frá grundvallarhugmyndum sálfræðinnar
tjá þekkingu sína munnlega og skriflega
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir mótunaráhrifum umhverfis
gera sér grein fyrir samspili hugsunar, tilfinninga og hegðunar
tjá sig skipulega um einstaka efnisþætti á gagnrýninn hátt
afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér
geta gert einfalda rannsókn, skilið niðurstöður og sett skilmerkilega fram
Námsmat byggir á símati, en um er að ræða kaflapróf, verkefnavinnu og sérstakt námsverkefni.