Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429710463.02

  Fjölskyldan og sálgæsla
  FSFÞ3FS05
  2
  fjölskyldan og félagsleg þjónusta
  FSFÞ
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Markmiðið er að nemandi þekki og skilji þau hugtök sem tengjast kenningum um áföll, sorg og erfiðar aðstæður einstaklinga og fjölskyldna. Nemandi læri að þekkja eðlileg viðbrögð fólks við áföllum og sorg og skilja sorgarferli. Fjallað er um áfallahjálp, sálræna skyndihjálp og mannlegan stuðning, áhættuþætti og afleiðingar sjálfsvíga fyrir þá sem eftir lifa. Nemendur læra um afleiðingar ofbeldis, eineltis og ýmiss konar missis, t.d. atvinnumissis, andlegs og félagslegs missis, skilnaðar, heilsubrests, geðrænna vandamála og áfalla í skóla. Fjallað er um gildi samskipta við syrgjendur og mat á viðeigandi framkomu hverju sinni. Tekin eru fyrir áhrif fíknar, meðvirkni og ofbeldis á fjölskyldur og hvernig styðja á þær við að rækja hlutverk sitt. Fjallað er um samskipti við fólk í erfiðri stöðu og lausnir í krefjandi samskiptum.
  FSFÞ2FJ05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þeim hugtökum sem tengjast kenningum um áföll og sorg.
  • áhættuþáttum og afleiðingum sjálfsvíga fyrir þá sem eftir lifa.
  • einelti og afleiðingum þess.
  • sorgarferli og eðlilegum viðbrögðum fólks við áföllum og sorg.
  • gildi samskipta við syrgjendur og áhrifum framkomu fólks á líðan syrgjenda.
  • einkennum meðvirkni og viðbrögðum fólks sem er meðvirkt.
  • verkferlum um viðbrögð við ofbeldi og ógnunum í vinnuumhverfinu.
  • einkennum og afleiðingum fíknar í vinnuumhverfinu.
  • áhrifum langvarandi fíknar á fjölskyldur og viðeigandi viðbrögðum.
  • viðbrögðum og þjónustu við mikið veika fíkla og fjölskyldur þeirra og lausnum í krefjandi og erfiðum samskiptum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna með hugtök sem tengjast kenningum um áföll og sorg.
  • skoða áhættuþætti og afleiðingar sjálfsvíga fyrir þá sem eftir lifa.
  • vinna verkefni um einelti og afleiðingar þess hjá börnum og fullorðnum, greina og vinna með eðlileg viðbrögð fólks við áföllum og sorg.
  • beita faglegum samskiptum við syrgjendur.
  • skoða og greina einkenni meðvirkni og viðbrögð fólks sem er meðvirkt.
  • fara eftir verkferlum um viðbrögð við ofbeldi og ógn í vinnuumhverfinu.
  • greina rétt viðbrögð við afleiðingum fíknar og vísa sjúklingum á úrlausnir.
  • benda aðstandendum fíkla á þjónustu sem leiðir til betri lífsgæða.
  • sýna rétt viðbrögð og leiðbeina um þjónustu við mikið veika fíkla og fjölskyldur þeirra.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna faglega með syrgjendum á ýmsum aldri sem er mælt með skriflegum verkefnum og umræðum.
  • vera hæfari í að styðja aðstandendur þeirra sem hafa framið sjálfsvíg sem mælt er með umræðum í málstofum þar sem lausnir eru greindar og rökstuddar.
  • bregðast við einelti og afleiðingum þess af þekkingu og skilningi sem er metið með umræðum, skriflegu verkefni og jafningjamati.
  • leiðbeina fólki um meðvirkni og vinna lausnarmiðað út frá meðvirknihugtakinu sem er mælt með verkefnum sem innihalda mismunandi dæmi lausnarmála.
  • vinna markvisst á móti ofbeldi og ógnun í vinnuumhverfinu með velferð þolenda og gerenda að leiðarljósi sem mælt er með verkefnum ásamt málstofum þar sem lausnir eru greindar og rökstuddar.
  • vinna lausnarmiðað og af þekkingu með einstaklinga sem stýrast af fíkn og fjölskyldur þeirra sem mælt er með verkefnum ásamt málstofum þar sem lausnir eru greindar og rökstuddar.
  • vinna lausnarmiðað í krefjandi og erfiðum samskiptum sem er mælt með skriflegum verkefnum og málstofum.
  Námsmatið byggir á skriflegum verkefnum um fræðilegar, siðferðilegar og hagnýtar hliðar viðfangsefnanna. Rökræður og skoðanaskipti, ásamt kynningum úrlausna eru hluti kennslunnar. Veigamikill þáttur í námsmati er virkni og frumkvæði í lausnarmiðaðri umræðu um siðferðileg málefni.