Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1429713649.79

  Uppvöxtur
  UPPE2UM05
  18
  uppeldisfræði
  uppeldis- og menntunarfræði - inngangur
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er fjallað um uppeldis- og menntunarfræði sem fræðigrein, rætur hennar, sögu og hagnýtingu. Lögð er áhersla á að efla skilning á mikilvægi uppeldis og menntunar og að nemendur öðlist hæfni til að takast á við störf er tengjast uppeldi og menntun. Margs konar verkefni eru unnin í áfanganum og áhersla er lögð á að nemandinn þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum og virkri samvinnu við aðra í verkefnavinnu. Einnig er lögð áhersla á að nemendur fái þjálfun í fjölbreytilegri gagnaöflun og í að kynna niðurstöður sínar skriflega og munnlega.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mótunaraðilum uppeldis og menntunar í samfélaginu
  • áhrifum menningarþátta í samfélaginu á börn og unglinga
  • kenningum sem hafa áhrif á uppeldi og menntun
  • margvíslegum könnunum á uppeldi og menntun
  • mikilvægi þeirra sem starfa með börnum og unglingum
  • aðalatriðum í sögu uppeldis og menntunar
  • samskiptaaðferðum og leiðum til að leysa ágreining í uppeldi
  • störfum og markmiðum leikskóla
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita mismunandi samskiptaaðferðum og aðferðum við lausn uppeldislegs ágreinings
  • greina teikningar barna eftir mismunandi þroskakenningum
  • miðla þekkingu sem hann hefur aflað sér í ræðu og riti
  • beita mismunandi vinnubrögðum og tjáningarformum og greina hvaða vinnubrögð og tjáning hentar hverju verkefni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka ábyrga og sjálfstæða afstöðu til mála er varða uppeldi og menntun
  • miðla þeirri afstöðu sinni á margvíslegan hátt
  • greina uppeldisleg álitamál og draga ályktanir út frá ákveðnum forsendum og rökstyðja þær ályktanir
  Námsmat byggist á símati. Til grundvallar matinu liggja fjögur kaflapróf og fjögur skilaverkefni, en þau eru eftirfarandi: greinargerð um sérvaldan aðila innan uppeldissögunnar, skýrsla um heimsókn í leikskóla og grunnskóla, verkefni um barnamenningu og eitt heimildaverkefni.