Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429882294.68

    Þýska Berlínaráfangi
    ÞÝSK2EF05
    16
    þýska
    evrópski tungumálaramminn, stig b1
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Berlínaráfangi. Nemendur kynna sér sögu Þýskalands á 20. öld með sérstakri áherslu á Berlín. Þeir kynna sér einnig sögu borgarinnar og læra að þekkja helstu staði og kennileiti, mállýsku og einkenni borgarbúa. Í lok áfangans fara nemendur til Berlínar, skoða borgina og sjá þá staði sem þeir hafa verið að læra um á önninni. Unnið er með alla færniþættina fjóra, þ.e. tal, hlustun, ritun og lesskilning
    ÞÝSK1DD05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu Þýskalands á 20. öld, þar sem Berlín er í miðpunkti
    • sögu Berlínar á 20. öld, skiptingu hennar og hvernig hún varð aftur ein borg þegar þýsku ríkin voru sameinuð
    • einkennum þeirrar mállýsku sem er töluð í Berlín
    • hvernig borgin er uppbyggð og hvar helstu kennileiti og áhugaverða staði er að finna
    • halda fyrirlestur um tiltekna staði eða þætti í sögu Berlínar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja texta sem fjalla um sögu Þýskalands og Berlínar
    • skilja talað mál þar sem fjallað er um borgina og ýmislegt henni tengt
    • halda fyrirlestur um tiltekna staði eða þætti í sögu Berlínar
    • gera veggspjöld um ákveðna staði eða kennileiti í Berlín
    • skrifa texta um tiltekin málefni sem tengjast Berlín eða sögu hennar
    • beita góðri málnotkun í hinum ýmsu verkefnum
    • vinna fjölbreytt verkefni ýmist einn eða með öðrum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • rata um borgina og þekkja helstu staði, kennileiti og byggingar
    • tjá sig á hótelum, söfnum og á veitingastöðum
    • hafa samskipti við fólk í Berlín og bregðast við óvæntum uppákomum
    • vinna verkefni í Berlín, þar sem reynir á tal, hlustun og ritun
    Áfanginn er próflaus, en verkefni eru unnin jafnt og þétt yfir önnina. Þau er bæði munnleg og skrifleg, einstaklingsverkefni og hópvinna. Síðasta verkefnið er unnið í Berlín