Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430212936.51

    Samskipti í ferða-, hótel- og veitingagreinum
    ÞJSK1SÞ02
    5
    Þjónustusamskipti
    framkoma, samskipti, snyrtimennska, þjónusta
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    AV
    Í áfanganum er fjallað um samskipti í ferða-, hótel- og veitingagreinum. Rætt verður um þjónustuhugtakið og grunnþætti góðrar þjónustu og hvernig byggja megi upp og viðhalda traustu sambandi á vinnustað og í samskiptum við viðskiptavini/ferðamenn/gesti. Nemandinn fær þjálfun í að takast á við vandamál sem kunna að koma upp og leita lausna. Þá er farið yfir viðbrögð við kvörtunum viðskiptavina/ferðamanna/gesta, mikilvægi sjálfstrausts í þjónustu og þjónustulund. Sérstök áhersla er lögð á framkomu, snyrtimennsku, gagnkvæma virðingu og umburðarlyndi og mikilvægi þessara þátta í allri þjónustu. Lögð er áhersla á að rækta það besta í nemandanum og hann hvattur til virkni og þátttöku í skólastarfinu.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallaratriðum samskipta og góðrar þjónustu
    • hvernig byggja megi upp traust samband við viðskiptavini/gesti/ferðamenn og samstarfsfélaga
    • hvernig viðhalda megi traustu sambandi við viðskiptavini/ferðamenn/gesti
    • mikilvægi góðrar framkomu og snyrtimennsku
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja mismunandi þarfir viðskiptavina
    • beita lausnum á vandamál sem upp geta komið
    • takast á við kvartanir viðskiptavina/gesta/ferðamanna
    • byggja upp og viðhalda traustu sambandi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • takast á við ólíkar uppákomur og aðstæður á vinnustað á viðeigandi hátt
    • eiga skýr og jákvæð samskipti við samstarfsfélaga og viðskiptavini/ferðamenn/gesti
    • taka rökstudda afstöðu til álitamála sem upp geta komið í samskiptum við viðskiptavini/ferðamenn/gesti
    • skilja sérstöðu starfa í ferða-, hótel- og veitingagreinum
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.