Áfanginn fjallar um öryggismál og aðbúnað á vinnustöðum, réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Í áfanganum er m.a. farið er yfir skipulag öryggismála og brunavarna, lög og reglur um aðbúnað og hollustuhætti ásamt helstu orsökum vinnuslysa. Farið er yfir meðferð hættulegra efna, viðbrögð við slysum á vinnustað og öryggiskröfum sem gilda um vélar og búnað sem notaður er til rekstrar. Lögð er áhersla á að nemandinn sé virkur þátttakandi í náminu og hafi sjálfstraust til að takast á við fjölbreytt verkefni.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
lögum og reglum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum
skipulagi öryggismála og brunavarna á vinnustöðum
helstu orsökum vinnuslysa og hvernig þau eru tilkynnt
meðferð hættulegra efna
atvinnusjúkdómum og líkamsbeitingu
mismunandi gerðum slökkvitækja
öryggiskröfum á vélum og tækjum sem og öðrum búnaði sem notaður er til daglegs rekstrar ásamt eftirlitsskyldu með þeim
þeim kjarasamningum sem gilda
réttindum sínum og skyldum varðandi kjaramál
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
bregðast við slysum á vinnustað
umgangast öryggisbúnað og tæki og nota eftir aðstæðum
umgangast hættuleg efni
umgangast vélar og tæki af öryggi
fletta upp í lögum og reglum um öryggi, aðbúnað og hollustuhætti á vinnustað
lesa kjarasamninga
kunna á slökkvitæki og beita þeim
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
bregðast rétt við hverskyns utanaðkomandi hættum
átta sig á réttindum og skyldum starfsmanna á vinnustöðum
fyrirbyggja óhöpp og slys á vinnustað
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.