Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430213351.76

    Öryggisfræði
    ÖRSK1AÖ01
    2
    Öryggismál og skyndihjáp
    aðbúnaður, lög og reglur, réttindi, skyldur
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    AV
    Áfanginn fjallar um öryggismál og aðbúnað á vinnustöðum, réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Í áfanganum er m.a. farið er yfir skipulag öryggismála og brunavarna, lög og reglur um aðbúnað og hollustuhætti ásamt helstu orsökum vinnuslysa. Farið er yfir meðferð hættulegra efna, viðbrögð við slysum á vinnustað og öryggiskröfum sem gilda um vélar og búnað sem notaður er til rekstrar. Lögð er áhersla á að nemandinn sé virkur þátttakandi í náminu og hafi sjálfstraust til að takast á við fjölbreytt verkefni.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • lögum og reglum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum
    • skipulagi öryggismála og brunavarna á vinnustöðum
    • helstu orsökum vinnuslysa og hvernig þau eru tilkynnt
    • meðferð hættulegra efna
    • atvinnusjúkdómum og líkamsbeitingu
    • mismunandi gerðum slökkvitækja
    • öryggiskröfum á vélum og tækjum sem og öðrum búnaði sem notaður er til daglegs rekstrar ásamt eftirlitsskyldu með þeim
    • þeim kjarasamningum sem gilda
    • réttindum sínum og skyldum varðandi kjaramál
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • bregðast við slysum á vinnustað
    • umgangast öryggisbúnað og tæki og nota eftir aðstæðum
    • umgangast hættuleg efni
    • umgangast vélar og tæki af öryggi
    • fletta upp í lögum og reglum um öryggi, aðbúnað og hollustuhætti á vinnustað
    • lesa kjarasamninga
    • kunna á slökkvitæki og beita þeim
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bregðast rétt við hverskyns utanaðkomandi hættum
    • átta sig á réttindum og skyldum starfsmanna á vinnustöðum
    • fyrirbyggja óhöpp og slys á vinnustað
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.