Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1430213775.99

  Fag- og örverufræði framreiðslu og matreiðslu
  FÖFM1IH04
  3
  Fag- og örverufræði matvælagreina
  fagleg vinnubrögð, hreinlætisfræði, innra eftirlit
  Samþykkt af skóla
  1
  4
  AV
  Í áfanganum er fjallað um færniþætti matvælagreina í bóklegri kennslu. Nemandinn kynnist straumum og stefnum í matvælagreinum og vinnsluaðferðum í hverri grein. Hann kynnist siðum og venjum og þeim kröfum sem gerðar eru um rétt vinnubrögð í matvælagreinum. Nemandinn fær kennslu í því að fylgja leiðbeiningum, t.d. uppskriftum o.fl. er tengjast störfum í matvælagreinum, svo og faglegum vinnubrögðum. Fjallað er um innra eftirlit, HACCP og nemandinn upplýstur um mikilvægi hreinlætis á vinnusvæði og búnaði m.a. til að koma í veg fyrir matarsjúkdóma. Einnig er farið yfir ábyrgð matvælaframleiðenda í því samhengi. Kynntar eru gildandi öryggisreglur um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum. Nemandinn lærir að gera hreinlætisáætlanir og er þjálfaður í að fylgja þeim eftir, ásamt því að kunna skil á helstu hreinsi- og sótthreinsiefnum. Lögð er áhersla á að glæða áhuga nemanda á náminu, efla sjálfstæði hans og sjálfstraust.
  engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi starfa í matvælagreinum og þýðingu þeirra fyrir samfélagið
  • þeim færniþáttum sem viðhafðir eru við mismunandi störf í matvælagreinum
  • faglega réttum vinnubrögðum og mikilvægi þeirra við störf í matvælagreinum
  • helstu þáttum sem máli skipta varðandi persónulegt og almennt hreinlæti á vinnustað
  • hreinsiáætlunum HACCP
  • eiginleikum helstu ræstiefna og notkun þeirra
  • mikilvægi hreinlætis og þrifnaðar í matvælaframleiðslu
  • ábyrgð starfsfólks í matvæla- og veitingagreinum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna í matvælagreinum eftir fyrirfram ákveðnum verkferlum á faglegan hátt
  • vinna eftir uppskrift og fylgja leiðbeiningum
  • viðhafa gott persónulegt hreinlæti
  • þrífa tæki, áhöld og umhverfi samkvæmt reglum um þrif í matvælafyrirtækjum
  • nota algengustu ræsti og sótthreinsiefni með tilliti til efnafræðilegrar uppbyggingar og umhverfisverndar
  • gera hreinlætisáætlanir og vinna samkvæmt þeim
  • fylgja fyrirmælum, uppskriftum og fleiri leiðbeiningum á réttan hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta fyrirbyggjandi aðferðir til að forðast matarsýkingar við störf sín
  • takast á við mismunandi störf í matvælagreinum og vinna við þau undir handleiðslu iðnmeistara eða tilsjónarmanns
  • fylgja viðurkenndum starfsaðferðum sem notaðar eru við störf í matvælagreinum
  • vinna skv. uppskriftum og leiðbeiningum frá viðkomandi yfirmanni/starfsmanni hverju sinni
  • vinna með hreinlætisáætlanir skv. gæðakerfi HACCP
  • ganga af öryggi um vinnusvæði með tilliti til hreinlætiskrafna út frá öryggi viðskiptavinarins
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.