Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430218096.1

    Ritgerðasmíð og heimildavinna
    RIHE1RH02(HV)
    2
    Ritgerðarsmíð og heimildavinna
    Ritgerðarsmíði og heimildavinna
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    HV
    Farið skref fyrir skref í hvernig vinna skal greinar, skýrslur, fyrirlestra og rannsóknarritgerðir. Hvernig setja skal fram rannsóknarspurningu og svara henni, skrifa góðar efnisgreinar, meta heimildir, skrá tilvísanir og tilvitnanir og setja fram heimildaskrá, Nemendur læra að nota leitarkerfi á bókarsafni og gagnageymslur á neti, t.d. dropbox. Nemendur vinna a.m.k. eitt einstaklingsverkefni og eitt hópverkefni í áfanganum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • byggingu málsgreina og efnisgreina
    • uppsetningu, orðalagi, byggingu og framsetningu ritgerða, skýrslna og fyrirlestra
    • því að skrifa í skrefum
    • gildi þess að tjá hugsanir sínar og viðhorf í rituðu máli
    • hvernig færa á skipulega rök fyrir skoðun sinni
    • því ferli sem nauðsynlegt er til að koma hugmynd í form
    • heimildavinnu
    • greinarmuninum á talmáli og ritmáli
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa og byggja upp læsilegan texta á blæbrigðaríku máli og viðeigandi málsniði
    • nýta sér ábendingar varðandi eigin texta
    • mynda sér skoðun og tjá hana á gagnrýninn hátt með rökum
    • afmarka viðfangsefni
    • setja fram rannsóknarspurningu
    • meta gildi og áreiðanleika heimilda og skrá þær
    • tengja tilvitnanir eigin umfjöllun og leggja út af þeim
    • nota gagnageymslur á interneti
    • gera grein fyrir niðurstöðum rannsóknar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sköpunarkraft sinn
    • skrifa af hugmyndaauðgi
    • tjá viðhorf sín á rökstuddan hátt
    • setja sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf á ýmsum stöðum og tímum
    • temja sér nákvæm og vönduð vinnubrögð við heimildavinnu
    • takast á við ritun hvers kyns texta
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun samkvæmt skólanámskrá.