Í þessum grunnáfanga eru grundvallarhugtök,ritunar,bókmennta og málnotkunar tekin til skoðunar. Nemendur eru m.a. þjálfaðir í gerð heimildaritgerða og læra ýmislegt um frágang ritaðs máls. Þeir lesa fjölbreytta texta svo sem bókmenntir, dagblaða-, tímaritatexta, auk texta á netinu. Farið er í grundvallaratriði í setningafræði. Lesin er ein kjörbók og horft á kvikmynd.
Grunnskólapróf
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum í ritgerðasmíð
almennum stafsetningarreglum
hugtökum í bókmenntafræði og bragfræði í umfjöllun um bókmenntir
fjölbreyttum tegundum texta
sérkennum ritmáls og talmáls
grundvallarvinnubrögðum við skrif heimildaritgerða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
kynna sér tiltekið efni og taka afstöðu til þess
beita stafsetningarreglum í rituðu máli
nota bókmenntahugtök þar sem við á
skrifa ritgerð þar sem hann beitir gagnýnni hugsun og kemur skoðun sinni á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
nota viðeigandi hjálpargögn við frágang verkefna
afla upplýsinga eftir fjölbreyttum leiðum
lesa sér til gangs og gamans mismunandi tegundir texta og fjalla um inntak þeirra
tjá kunnáttu sína á munnlegan og skriflegan hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka gagnrýna afstöðu til mismunandi textategunda og færni í að færa rök fyrir máli sínu ...sem er metið með... margskonar textavinnu
vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið ...sem er metið með... ritunarverkefnum
beita skýru og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti ...sem er metið með... munnlegum og skriflegum verkefnum
vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra á gagnrýninn hátt ...sem er metið með... verkefnavinnu
túlka texta þótt merkingin sé ekki alltaf augljós ...sem er metið með... lestri ólíkra texta
tjá afstöðu sína og efasemdir um viðfangsefnið og komast að niðurstöðu ...sem er metið með... munnlegum og skriflegum verkefnum
Leiðsagnarmat þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum.