Í áfanganum er staða kynjanna, staðalmyndir og stefna karla og kvenna í samfélaginu skoðuð út frá kenningum félagsvísinda. Jafnréttismál varða alla enda er kynferði eitt af því sem skapar margbreytileika mannlífsins, rétt eins og uppruni, aldur, kynhneigð, stétt og fleiri félagslegir áhrifaþættir. Ætlunin er að skoða hvernig kynhlutverkin skarast á við áðurnefnda þætti. Meðal efnisþátta er klám, vændi, mansal, kynhlutverk, sjónvarpsefni og ofbeldi, kynskiptur vinnumarkaður, námsval og samfélagsleg þátttaka kynjanna. Eitt af meginmarkmiðum áfangans er að vekja ungt fólk til meðvitundar um réttindi sín hvað varðar jafnréttismál.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
að jafnréttismál varða allt samfélagið
helstu aðferðum og viðfangsefnum kynjafræðinnar
stöðu kynjanna í samfélaginu
mismunandi mótun kynjanna út frá menningu, umhverfi og tíma
réttindum er varða jafnréttismál
staðalmyndum um kvenleika og karlmennsku
kynjuðum neysluvenjum
klámi og áhrifum þess á kynheilbrigði
kynbundnu ofbeldi og mörgum birtingarmyndum þess, svo sem mansali og kynferðislegu ofbeldi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina stöðu og staðalmyndir kynjanna í fjölmiðlaefni, námsefni og almennri umræðu
greina áhrif kynjakerfisins á fjölskylduna og heimilið, skólagöngu og vinnumarkaðinn
greina goðsagnir varðandi kynjamun og kynímyndir í samfélaginu
afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina áhrif kynferðis á líf hans og annarra
geta tekið þátt í rökræðum um stöðu kynjanna
taka virkan þátt í samfélaginu, fjölskyldulífi og atvinnulífi með jafnrétti að leiðarljósi