Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430307526.68

    Skapandi forritun
    TÖLV1AS05
    5
    tölvur
    Skapandi forritun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í námskeiðinu kynnast nemendur forritun í ýmsum forritunarumhverfum og forritunarmálum. Þekkingin er byggð upp skref af skrefi. Í upphafi námskeiðs verður unnið í svokölluðum „drag and drop“ umhverfum eins og forritunarumhverfinu Scratch en í lok námskeiðs skrifa nemendur eiginn java-kóða í forritunarumhverfinu Processing. Námskeiðið byggist að stórum hluta á verkefnavinnu og lögð er áhersla á að nemendur geti strax nýtt sér þekkingu sína og færni í forritun til þess að koma eigin hugmyndum í framkvæmd. Hugmyndir nemenda ráða ferðinni í verkefnavali og geta þau unnið að verkefnum sem tengjast tónlist, myndlist , leiklist eða annarri skapandi vinnu auk hefðbundinna forritunarverkefna. Áfanginn getur hentað nemendum á öllum brautum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum forritunar svo sem breytum, föllum, skilyrðissetningum og lykkjum.
    • grunnhugtökum hlutbundinnar forritunar svo sem klösum og hlutum, aðferðum og smiðum.
    • byggingareiningum og málfræði forritunarmáls.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipulegri uppsetningu vel útskýrðs kóða.
    • sjálfstæðum vinnubrögðum við forritun.
    • skipulegri villuleit.
    • að skilja tæknilega texta á ensku um forritun.
    • sjálfstæðri vinnu við að leysa þau vandamál sem leysa þarf til að koma hugmynd í framkvæmd innan þess tímaramma sem gefinn er.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • takast á við sífellt flóknari forritunarverkefni.
    • gera sér grein fyrir hversu tæknileg erfið mismunandi forritunarverkefni eru.
    •  lesa og skilja texta um forritun á ensku og íslensku.
    Verkefnaeinkunn gildir 100% af lokaeinkunn. Unnin eru tvö til þrjú stærri verkefni inni á önninni ásamt mörgum tímaverkefnum og smærri verkefnum. Einkunn fyrir stærri verkefnin eru að hluta fengin með jafningjamati.