Grunnatriði talnameðferðar og algebru. Áhersla á að læra ákveðin grunnatriði til hlítar og byggja þannig upp sjálfstraust nemenda. Í þessum seinni hluta fornáms er lögð megináhersla á algebru en efni fyrri hluta rifjað upp og prófað er úr námsefni STÆR1UN05 og STÆR1BB05.
Nemendur sem fá einkunnina 5 eða lægri lokaeinkunn í grunnskóla og talið er að þurfi tvær annir til að byggja upp viðunandi grunn taka þennan áfanga. Einnig aðrir nemendur sem ekki hafa nægan grunn í algebru til að hefja nám í STÆR1AU05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnatriðum táknmáls stærðfræðinnar
heilum tölum
röð reikniaðgerða
almennum brotum
grunnatriðum algebru
einföldum fyrsta stigs jöfnum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa þann hluta táknmáls stærðfræðinnar sem tengist efni þessa áfanga
meðhöndla heilar tölur, jákvæðar og neikvæðar, leggja saman, draga frá, margfalda og deila
meðhöndla almenn brot, jákvæð og neikvæð, leggja saman, draga frá, margfalda og deila
einfalda algebrustæður
liða einfaldar þáttastærðir
þátta einfaldar liðastærðir
leysa einfaldar fyrsta stigs jöfnur með einni óþekktri stærð
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa einfaldan stærðfræðitexta
sýna útreikninga og skrá lausnir sínar skilmerkilega
geta unnið eftir fyrirmælum
láta skýringar fylgja með útreikningum
vanda alla framsetningu og sér í lagi að gæta að réttri notkun stærðfræðitákna
Vetrareinkunn og lokapróf. Vetrareinkunn byggir á vikulegu mati alla önnina með verkefnum og prófum. Nemendur endurvinna öll verkefni og próf þar til þeir hafa náð tökum á viðkomandi efnisþáttum og fá þá vinnu metna. Lokapróf spannar alla helstu efnisþætti áfangans og tekur mið af þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum hans.