Stærðfræði: Undirbúningsáfangi i stærðfræði fyrir fyrsta áfanga á öðru þrepi
STÆR1AU05(FB)
55
stærðfræði
Undirbúningsáfangi i stærðfræði fyrir fyrsta áfanga á öðru þrepi
Samþykkt af skóla
1
5
FB
Grunnatriði algebru, hnitakerfið og jafna línu.
Nemendur sem fá lokaeinkunn í grunnskóla sem er hærri en 5 (en undir 7,5/B+) eða hafa lokið STÆR1FO05 eða STÆR1BB05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
röð aðgerða í talnareikningi
grunnatriðum algebru
fyrsta stigs jöfnum og jöfnuhneppum
tölum og talnahlutföllum
veldum og rótum
bókstafanotkun í stærðfræði og almennu notagildi þeirra fyrir stærðfræði og aðrar tengdar greinar
þýða þrautir yfir á algebruform
hnitakerfi
hallatölu línu og gildistöflu
jöfnu beinnar línu á skurðhallaformi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita grunnreikniaðgerðum stærðfræðinnar
lesa einfaldari hluta táknmáls stærðfræðinna
beita veldareglum
beita grunnalgebru (meðhöndla bókstafi í stærðfræði)
leysa uppsettar og óuppsettar jöfnur
þýða úr íslensku yfir á táknmál stærðfræðinnar
leysa þrautir
vinna með punkta í hnitakerfi
gera gildatöflu fyrir jöfnu línu og teikna mynd hennar
teikna mynd línu sem gefin er á skurðhallaformi
finna hallatölu línu af mynd hennar í hnitakerfi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vera læs á þann hluta táknmáls stærðfræðinnar sem tengist efni þessa áfanga
sýna útreikninga og skrá lausnir sínar skilmerkilega
láta skýringar fylgja með útreikningum
vanda alla framsetningu og sér í lagi gæta að réttri notkun stærðfræðitákna
hann geti beitt skipulegum aðferðum við lausn þrauta
Vetrareinkunn og lokapróf. Vetrareinkunn byggir á skilaverkefnum og prófum (samtals 9 verkefnum og prófum yfir önnina). Lokapróf spannar alla helstu efnisþætti áfangans og tekur mið af þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum hans. Nánari útlistun á námsmati kemur fram í kennsluáætlun.