Stærðfræði: Mengi, algildi og jöfnur af hærra stigi
STÆR2MM05(FB)
111
stærðfræði
fleygbogar, hnitakerfið, margliður, mengi
Samþykkt af skóla
2
5
FB
Mengi og mengjareikningur, ójöfnur, algildi, algildisjöfnur og ójöfnur, annars stigs jöfnur, fleygbogar og hagnýt verkefni sem þeim tengjast, margliður af hærra stigi, jöfnur og ójöfnur af hærra stigi og formerkjatöflur.
STÆR2RM05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu mengjahugtökum, s.s. mengi, staki, hlutmengi, faldmengi, mismengi, sammengi, sniðmengi, fyllimengi og ólíkum talnamengjum
ójöfnum og gröfum þeirra á talnalínu
algildi, algildisjöfnum og algildisójöfnum
annars stigs jöfnum og þeim lausnaraðferðum sem þeim tengjast
jöfnum fleygboga og gröfum þeirra í hnitakerfi
hagnýtum verkefnum sem tengjast fleygboga
margliðum af hærra stigi og margliðudeilingu
jöfnum og ójöfnum af hærra stigi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
rýna í mengi, teikna vennmyndir og leysa verkefni þeim tengd
leysa ójöfnur og teikna gröf þeirra á talnalínu
leysa verkefni er tengjast fjarlægðum milli tveggja punkta á talnalínu með algildisútreikningum
leysa algildisójöfnur
leysa annars stigs jöfnur og dulbúnar annars stigs jöfnur með fjölbreyttum aðferðum
rýna í fleygboga og átta sig á helstu eiginleikum þeirra, s.s. samhverfuási, núllstöðvum, topppunkti og skurðpunktum við ása hnitakerfisins
teikna gröf fleygboga í hnitakerfi
finna skurðpunkta fleygboga og beinnar línu sem og skurðpunkta tveggja fleygboga
fást við margliður af hærra stigi
leysa jöfnur og ójöfnur af hærra stigi með fjölbreyttum aðferðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita voldugu táknmáli stærðfræðinnar sem er mjög mikilvæg viðbót við hið venjulega tungumál og gerir það að öflugu tjáningartæki
temja sér góða framsetningu og skipulögð vinnubrögð
lesa, skrifa og tjá sig í töluðu máli um efnisatriði sem tengjast stærðfræði með beinum eða óbeinum hætti
átta sig á viðfangsefnum verkefna og þeim skilyrðum sem sett eru fram
einfalda verkefni sem við fyrstu sýn virðast flókin og orða hlutina með öðrum og e.t.v. skiljanlegri hætti
átta sig á lykilatriðum og greina hismið frá kjarnanum
þýða verkefni yfir á algebrumál
nýta sér hliðstæður við verkefnaúrlausnir og beita samskonar lausnaraðferðum þegar það á við
beita ágiskun byggða á innsæi því hún getur opnað dyr sem voru lokaðar og beint verkefni í réttan farveg
Lögð er áhersla á að hafa námsmat sem fjölbreyttast og útfært þannig að það nái til sem flestra námsþátta. Það næst með því að leggja reglulega fyrir skriflegar æfingar ásamt því að nemendur skili verkefnum sem eru yfirfarin af kennara. Skriflegt próf í lok annar hefur þó mest vægi. Kennari getur vikið frá þessu uppleggi og haft símat sem byggist að verulegu leyti á hlutaprófum og skilaverkefnum. Nánari útlistun á námsmati kemur fram í kennsluáætlun.