Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1430325153.69

  Stærðfræði:Lotubundin föll, hornaföll og vigrar.
  STÆR3LV05(FB)
  84
  stærðfræði
  Lotubundin föll, hornafallareglur, hornaföll, jöfnur lína og hringa, vigrar
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  FB
  Í áfanganum er farið í hornafræði þríhyrnings, tengsl algebru og rúmfræði og jöfnu línu og hrings. Nemendur eiga að kunna skil á hornaföllum og tengslum þeirra við einingarhringinn. Þekkja lotu hornafalla og geta teiknað ferla sínus-, kósínus- og tangensfalla og hliðrað ferlum. Nemendur læra skilgreiningar og reiknireglur fyrir vigra.
  STÆR2MM05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • lotubundnum föllum og hornaföllum
  • sönnunum á helstu reglum í námsefninu
  • jöfnu hrings, almennri jöfnu og stikun
  • ofanvarpi punkts og línu á vigur
  • hornafræði þríhyrninga, stefnuhorni línu, sínusreglu, kósínusreglu og flatarmálsreglu
  • almennri skilgreiningu hornafalla
  • bogamáli og umritunarreglum hornafalla
  • nákvæmum gildum hornafalla og tengingu við einingarhring
  • vigurreikningi í sléttum fleti, summu, mismun, lengd og innfeldi vigra, horni milli vigra, samsíða og hornréttum vigrum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • takast á við margbreytileg viðfangsefni stærðfræðinnar og horfa á viðfangsefni út frá ólíkum sjónarhornum
  • tengja eldri þekkingu við nýja þekkingu
  • segja „sögu“ verkefnis frá upphafi til enda
  • beita táknmáli stærðfræðinnar
  • tjá sig um niðurstöður á skilmerkilegu máli
  • færa sönnur á stærðfræðireglur tengdar vigrum og hornaföllum
  • reikna með vigrum
  • meðhöndla hornaföll og hornafallareglur
  • meðhöndla lotubundin föll og gröf þeirra
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • rökstyðja aðferðir og hugsanaferli með skýrum hætti
  • beita voldugu táknmáli stærðfræðinnar sem er mjög mikilvæg viðbót við hið venjulega tungumál og gerir það að öflugu tjáningartæki
  • temja sér góða framsetningu og skipulögð vinnubrögð
  • lesa, skrifa og tjá sig í töluðu máli um efnisatriði sem tengjast stærðfræði með beinum eða óbeinum hætti
  • átta sig á viðfangsefnum verkefna og þeim skilyrðum sem sett eru fram
  • einfalda verkefni sem við fyrstu sýn virðast flókin
  • orða hlutina með öðrum og e.t.v. skiljanlegri hætti
  • átta sig á lykilatriðum og greina hismið frá kjarnanum
  Lögð er áhersla á að hafa námsmat sem fjölbreyttast og útfært þannig að það nái til sem flestra námsþátta. Það næst með því að leggja reglulega fyrir skriflegar æfingar ásamt því að nemendur skili verkefnum (einir eða í hóp). Námsmatið tekur mið af þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum áfangans . Nánari útlistun á námsmati kemur fram í kennsluáætlun.