Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1430332611.86

  Stærðfræði: Heildun, deildajöfnur, runur og raðir
  STÆR3HD05(FB)
  86
  stærðfræði
  deildajöfnun, heildun, raðir, runur
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  FB
  Byrjað er á að kynna línulega nálgun, diffur og óbeina diffrun. Stofnföll, summur, ákveðin heildi. Ýmsar heildunaraðferðir, s.s. hlutheildun, innsetning og stofnbrot. Deildajöfnur þar sem tekin eru hagnýt dæmi sem tengjast geislavirkni og stofnstærðum. Runur og raðir.
  STÆR3LV05 og STÆR3VV05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • línulegri nálgun
  • hvað diffur sé og þekki óbeina diffrun
  • stofnföllum og tengslun deildunar og heildunar
  • muninum á óákveðnu og ákveðnu heildi
  • helstu heildunaraðferðum,s.s. hlutheildun, innsetningu og stofnbrotum
  • tengslum heildunar við flatarmál og rúmmálsútreikningum með heildun
  • hvernig formúla fyrir rúmmáli kúlu er fengin með heildun
  • lausn einfaldra deildajafna,m.a. með aðskilnaði breytistærða og fyrsta stigs línulegum diffurjöfnum
  • hvernig hægt sé að leysa hagnýt dæmi með aðstoð diffurjafna
  • runum og röðum og reiknað einföld dæmi sem tengjast samleitni
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nýta sér óbeina diffrun til að finna hallatölu í gefnum punkti
  • heilda hin algengustu föll og greina hvaða heildunaraðferð hentar hverju sinni
  • finna út hvaða heildunaraðferð hentar hverju sinni
  • leysa einfaldar deildajöfnur og prófa lausnir þeirra
  • leysa hagnýtar diffurjöfnur sem tengjast geislavirkni og stofnstærðum
  • sjá af hvaða gerð talnarunur eru og meta samleitni þeirra
  • sýna agaða framsetningu í táknmáli því sem notað er
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta hinar ýmsu reglur í deildar- og heildunarreikningi í dæmum tengdum raunveruleikanum
  • greina á milli ákveðins og óákveðins heildunarreiknings
  • nýta sér heildunarreglur til að leysa þau vandamál sem upp koma við lausn deildajafna
  • nýta sér runur og raðir í dæmum tengdum raunveruleikanum, s.s. vaxta- og lánareikningi
  • skrá lausnir sínar skipulega og geta útskýrt þær og rætt við aðra
  Fjölbreytt verkefni sem unnin eru yfir önnina. Lotunám þar sem námsefni er skipt í lotur. Lotupróf. Nemendur vinna að minnsta kosti tvö hópverkefni til dæmis þar sem unnið er með GeoGebra stærðfræðiforritið. Nánari útlistun á námsmati kemur fram í kennsluáætlun.