Breiðbogaföll, heildun og fylki. Yfirlitsáfangi., tvinntölur
Samþykkt af skóla
3
5
FB
Í áfanganum eru ýmis atriði eldra námsefnis tekin og notuð við lausnir á verkefnum. Auk þess er nokkrum nýjum atriðum bætt við eins og breiðbogaföllum. Notkun heildunar til að finna rúmmál og flatarmál snúða. Tvinntölureikningar í rétthyrndum og pólhnitum. Fylkjareikningur og hagnýting hans. Þrepun.
STÆR3HD05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
breiðbogaföllum og ýmsum reglum þeim tengdum
flóknari heildunar- og deildunarverkefnum
rúmmáls- og yfirborðsflatarmálsútreikningum snúða
tvinntölum í rétthyrnda hnitakerfinu og pólhnitum
fylkjareikningum
þrepun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
takast á við margbreytileg viðfangsefni stærðfræðinnar og horfa á viðfangsefni út frá ólíkum sjónarhornum
tengja eldri þekkingu við nýja þekkingu
varpa ljósi á verkefni með góðum skýringarmyndum þegar það á við
segja „sögu“ verkefnis frá upphafi til enda
beita táknmáli stærðfræðinnar
vinna með tvinntölur
finna rúmmál og yfirborð snúða
beita fylkjareikningi þar sem við á
nota hjálpartæki og forrit við lausn stærðfræðilegra verkefni (t.d. Geogebru)
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
takast af öryggi á við stærðfræðileg verkefni
rökstyðja aðferðir og hugsanaferli með skýrum hætti
temja sér góða framsetningu og skipulögð vinnubrögð
lesa, skrifa og tjá sig í töluðu máli um efnisatriði sem tengjast stærðfræði með beinum eða óbeinum hætti
átta sig á viðfangsefnum verkefna og þeim skilyrðum sem sett eru fram
átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu hugmynda og velja aðferðir við hæfi
einfalda verkefni sem við fyrstu sýn virðast flókin
hagnýta sér stærðfræðilega þekkingu sína til ákvarðanatöku í sérhæfðum verkefnum
átta sig á lykilatriðum og greina hismið frá kjarnanum
beita ágiskun byggðri á innsæi því hún getur opnað dyr sem voru lokaðar og beint verkefni í réttan farveg
Lögð er áhersla á að hafa námsmat sem fjölbreyttast og það útfært þannig að það nái til sem flestra námsþátta og taki mið af þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum áfangans. Skriflegar æfingar verða lagðar fyrir jafnt yfir önnina sem nemendur skili inn (einir eða í hóp). Nánari útlistun á námsmati kemur fram í kennsluáætlun.