Stærðfræði: Tölfræði, ályktunartölfræði með stuðningi tölfræðiforrita
STÆR3ÁT05(FB)
85
stærðfræði
Tölfræði, ályktunartölfræði
Samþykkt af skóla
3
5
FB
Megininntak eru helstu atriði ályktunartölfræði með aðstoð tölfræðiforrita. Fjallað er um val á úrtökum og helstu hugtök þar að lútandi. Meginmarkgildissetning tölfræðinnar kynnt. Villur í tölfræðilegum ályktunum kynntar. Helstu líkindadreifingar kynntar svo sem normaldreifing, t-dreifing, kíkvaðrat-dreifing og F-dreifing.
STÆ2CT05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
algengum líkindadreifingum sem líkönum við útreikning líkinda
grunnatriðum úrtaksfræði og meginmarkgildissetningu tölfræðinnar
hugtökum aðhvarfsgreiningar
öryggisbilum og vikmörkum
framsetningu tilgátna og prófunum á þeim
hvernig hægt sé að nýta töflureikna og tölfræðiforrit sem hjálpartæki
hvernig vinna megi með stór talnasöfn með aðstoð töflureiknis
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta einfaldar líkindadreifingar við útreikning líkinda
reikna fylgni milli tveggja breyta
túlka fylgnistuðla
reikna út aðhvarfslínu
nota hugtökin öryggisbil, punktmat og bilmat
setja fram tilgátur og prófa þær
framkvæma ýmis tölfræðileg próf, s.s. Z-próf, t-próf of F-próf
nýta töflureikni og tölfræðiforrit við vinnslu tölfræðilegra gagna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
rökstyðja aðferðir og hugsanaferli með skýrum hætti
temja sér góða framsetningu og skipulögð vinnubrögð
lesa, skrifa og tjá sig í töluðu máli um efnisatriði sem tengjast stærðfræði með beinum eða óbeinum hætti
einfalda verkefni sem við fyrstu sýn virðast flókin
orða hlutina með öðrum og e.t.v. skiljanlegri hætti
átta sig á lykilatriðum og greina hismið frá kjarnanum
skiptast á skoðunum við aðra um efniviðinn
vera óhræddur við að ráðast í stærri verkefni með aðstoð tölvuforrita
Fjölbreytt verkefni sem unnin eru yfir önnina. Lotunám þar sem námsefni er skipt í lotur. Lotupróf. Nemendur vinna að minnsta kost eitt hópverkefni. Nánari útlistun á námsmati kemur fram í kennsluáætlun.