Kennsluefnið sem unnið er með er Schritte international 1 (Niveau A1/1), þ.e. lesbók, vinnubók og geisladiskur sem gerir nemendum kleift að æfa hlustun heima. Þar sem þetta er byrjunaráfangi er megináhersla lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Strax frá upphafi eru þeir þjálfaðir í lesskilningi ásamt samskiptaþáttunum tali, hlustun og ritun. Lesnir eru stuttir textar í frásagnar- og samtalsformi og nemendur æfðir í að tjá sig um þessa texta og sjálfa sig á þýsku. Áhersla er lögð á réttan framburð, þjálfun nokkurra helstu grunnatriða málfræðinnar sem og uppbyggingu orðaforða sem tengist nemandanum og hans nánasta umhverfi. Nemendur fá innsýn í menningu og staðhætti þýskumælandi landa.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans
nokkrum helstu grundvallarþáttum málkerfisins
þýskumælandi löndum og fengið innsýn í menningu, samskiptavenjur og siði þjóðanna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
fylgja einföldum fyrirmælum og skilja helstu kveðjur og kurteisisávörp
lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða sem tengist honum, umhverfi hans og áhugamálum og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir og beita kurteisis- og málvenjum við hæfi
segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og atburðum daglegs lífs með því að beita orðaforða og framburði á sem réttastan hátt
skrifa stuttan, einfaldan texta um sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi, fylla út einföld eyðublöð, skrifa póstkort o.fl.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt um efni sem hann þekkir
skilja einfalt talað mál
skilja meginatriði einfaldra texta
geta metið eigið vinnuframlag og kunnáttu
tileinka sér jákvætt viðhorf til þýskunámsins og öðlast trú á eigin getu í faginu