Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1430399172.78

  Tvinntölur, deildarjöfnur, runur og raðir
  STÆR3TD05(61)
  78
  stærðfræði
  deildajöfnur, tvinntölur
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  61
  Í þessum áfanga er fjallað um tvinntölur og útreikninga með þeim. Enn fremur er farið yfir deildarjöfnur, hliðraðar jöfnur, aðskiljanlegar jöfnur og notkun heildunarþáttar. Stærðfræðilíkön með deildarjöfnum eru skoðuð. Einnig er fjallað um jafnmuna og jafnhlutfallarunur og summu þeirra.
  STÆR3HI05(51)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • reikningi með tvinntölum
  • lausnaraðferðum á línulegum deildarjöfnum
  • runum og röðum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • framkvæma alla helstu útreikninga með tvinntölum
  • leysa línulegar diffurjöfnur
  • finna reiknireglur fyrir mismuna- og jafnhlutfallarunur
  • finna reiknireglur fyrir summu mismuna- og jafnhlutfallaruna.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrá lausnir sínar og vinna á skipulegan hátt ...sem er metið með... verkefnum/prófum
  • útskýra hugmyndir sínar og verk ...sem er metið með... verkefnum/prófum
  • fylgja fyrirmælum sem gefin eru ...sem er metið með... verkefnum/prófum
  • lesa úr stærðfræðilegum upplýsingum ...sem er metið með... verkefnum/prófum
  • beita skipulegum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu ...sem er metið með... verkefnum/prófum.
  Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem byggir á því að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu. Námsmat byggist á verkefnum sem nemendur vinna í kennslustundum og utan þeirra, skriflegum prófum sem lögð eru fyrir nemendur, bæði kaflaprófum yfir önnina og yfirlitsprófi í lok hennar, auk virkni nemenda í kennslustundum.