Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430475168.67

    Plötuvinna Stálsmiðir 2
    PLÖT3SM05
    3
    Plötuvinna
    Smíða eftir teikningum
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Að áfanganum loknum eiga nemendur að geta smíðað eftir nákvæmum vinnuteikningum smíðagripi úr 5 –12 mm plötujárni og prófílum og notað til þess algengustu vélar til plötuvinnu, s.s. vals, beygjuvél, plötu- og prófílklippur. Ennfremur geta þeir skipulagt vinnu sína m.t.t. krafna um hagkvæmni, gæði, öryggi og umhverfi.
    PLÖT2RS05 (PLV2A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu efnisflokkum smíðastáls.
    • helstu vélum og verkfærum sem notuð eru við plötusmíði.
    • þekkja helstu efniseiginleika ryðfrís stáls.
    • algengustu skurðaraðferðum.
    • hve rétt vinnuröð við gerð smíðahluta er mikilvæg.
    • helstu aðferðum við réttingu á stáli.
    • öryggismálum sem tengjast vinnu við plötujárn.
    • hlífðarbúnaði sem við á þegar unnið er með vélum og verkfærum sem notuð eru við plötusmíðar.
    • vörnum gegn hávaðamengun.
    • vörnum gegn loftmengun.
    • hlífðarfatnaði og hlífum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota allar algengar málmsmíðavélar, verkfæri og hjálparbúnað sem þeim fylgja og geta beitt honum til nýsmíða úr plötum og prófílum.
    • framkvæma málmskurð með gas- og plasmaskurðartækjum.
    • rétta plötu- og stangarefni með algengum kald- og hitaréttingaraðferðum.
    • smíða gripi úr plötum og prófílum eftir nákvæmum vinnuteikningum.
    • vinna efnislista út frá teikningum og verklýsingum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • smíða nýtt úr plötum og prófílum.
    • lesa teikningar og vinna eftir þeim.
    • framkvæma málmskurð með gas- og plasmaskurðartækjum með málfrávikum ± 1 mm.
    • rétt plötu- og stangarefni með algengum kald- og hitaréttingaraðferðum.
    • beita helstu vélum og verkfærum sem notuð eru við smíði úr ryðfríu efni.
    • geta skipulagt vinnu sína m.t.t. krafna um hagkvæmni og gæði.
    Áfanginn er verklegur símatsáfangi. Verkefni eru unnin og metin jafnóðum. Námsmat er því verkefnabundið leiðsagnarmat. Nemendur halda verkefnabók og prófað er úr öryggisþáttum.