Þessi áfangi miðast við A2 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar.Áfanginn er fyrsta þrepi og er ætlaður til að dýpka á þá þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur hafa öðlast í grunnskóla. Unnið verður með Portfolio möppuna, sjónvarps- og myndefni, smásögur og fjölbreytta texta. Fjölbreyttar hlustunaræfingar svo sem viðtöl, tónlist, frásagnir og fleira. Notuð verða bæði einstaklingsverkefni og verkefni unnin í hóp, ásamt leikjum til að dýpka námsefnið og auka fjölbreytni. Lögð er jöfn áhersla á alla fjóra færniþættina, tal, lestur, hlustun og ritun, bæði í kennslu og námsmati.
Grunnskólapróf í dönsku með einkunn C, C+ eða B eða DANS1US05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grundvallarþáttum málkerfisins
almennum orðaforða sem hæfir hæfniviðmiðum þrepsins
mannlífi, menningu og siðum í Danmörku
mismunandi formi ritaðs texta
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja setningar og algeng orð sem tengjast honum persónulega, til dæmis fjölskylduna, áhugamál og nánasta umhverfi, þegar talað er skýrt og greinilega
lesa texta um efni sem hann þekkir og tileinka sér ný orð í textanum
tjá sig um efni sem hann þekkir eða hefur undirbúið og beitt framburði og málvenjum á sem réttastan hátt
skrifað stuttan samfelldan texta um efni sem unnið hefur verið með
fara eftir þeim meginreglum sem gilda um ritað mál
nýta sér hjálpargögn
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá sig munnlega um einföld viðfangsefni og notað setningar til að segja frá fjölskyldu sinni, sjálfum sér og áhugamálum sínum
undirbúa og sagt frá efni sem tengist námsefninu, til dæmis sögu sem hefur verið lesin, eða kvikmynd
skrifa stuttan, einfaldan en samfelldan texta um ýmis málefni, til dæmis raunveruleika sinn, líðandi stundu og liðna atburði
lesa stutta og tiltölulega einfalda texta, fundið upplýsingar í hversdagslegu efni
lesa einfalda bókmenntatexta
leita sér upplýsinga með hjálp upplýsingatækni og annarra hjálpargagna í tungumálanámi
• Þekking er metin með lokaprófi, skriflegum könnunum og verkefnum sem bæði eru unnin heima og í kennslustund.
• Leikni er metin með fjölbreyttum verkefnum og könnunum sem taka mið af færniþáttunum fjórum samkvæmt Evrópsku tungumálamöppunni, tali, hlustun, lestri og ritun.
• Leikni og hæfni er metin með fjölbreyttum verkefnum sem sett eru í Portfolio möppu Leiðsagnarmat er gefið fyrir Portfolio og nemendur hvattir til að betrumbæta vinnu sína. Lögð er áhersla á að nemendur sýni góð vinnubrögð og vandaðan frágang
• Lokapróf metur hæfni nemanda að skilja ólesinn texta, ritunarfærni og þekkingu hans á efni áfangans.