Grunnáfangi í líffræði fyrir opna stúdentsbraut og félagsfræðabraut
Samþykkt af skóla
1
5
Áfanganum er skipt í 5 lotur. Í hverri lotu er lögð áhersla á mismunandi viðfangsefni líffræðinnar, tengslum við aðrar greinar og mikilvægi líffræðirannsókna. Fjallað verður um:
1) Flokkunarfræði; meginflokkun og einkenni lífvera,
2) Frumulíffræði; bygging, starfsemi og efnasamsetning mismunandi frumugerða.
3) Erfða- og þróunarfræði; grunnerfðafræði og þróunarfræðikynning.
4) Lífeðlisfræði mannsins: starfsemi helstu líffærakerfa mannslíkamans. Fjallað um heilbrigða starfsemi en einnig algengustu frávik (orsakir þeirra og afleiðingar).
5) Vist- og umhverfisfræði; kynning greinanna.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
eðli og hlutverki líffræðinnar sem vísindagreinar
meginflokkunarkerfum lífheimsins
helstu flokkum ólífrænna- og lífrænna efna sem lífverur eru byggðar úr og hlutverkum þeirra
gerð og starfsemi frumna og helstu frumulíffæra
flutningi efna gegnum frumuhimnur
grunnhugtökum í erfðavísindum
einföldum erfðum, erfðum eingena einkenna og kyntengdum erfðum
gerð, hlutverk og samspil DNA og RNA frá geni til prótíns
meginhlutverkum lífffærakerfa mannsins
frávikum frá eðlilegri starfsemi ákveðinna líffæra/líffærakerfa
orsökum og afleiðingum ýmissa sjúkdóma sem hrjá manninn
grundvallarhugtökum og hugmyndum í vistfræði og umhverfisfræði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
flokka ýmsar lífverur eftir viðurkenndum flokkunarkerfum
nota greiningalykla og handbækur við flokkun
nota ljóssmásjá
beita algengustu hugtökum og heitum í frumulíffræði í umfjöllun sinni um byggingu og starfsemi fruma
lesa úr einföldum erfðamynstrum
leysa einföld erfðafræðidæmi
nýta upplýsingatækni við öflun upplýsinga og heimilda við verkefnavinnu
vinna skýrslur úr verklegu efni
beita algengustu hugtökum og heitum í líffærafræði í umfjöllun sinni um byggingu og starfsemi líkamans
beita algengum hugtökum og heitum í vistfræði og umhverfisfræði í umfjöllun sinni um málefni þeim tengdum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
flokka þekktar lífverur ...sem er metið með... ýmsum verkefnum skriflegum og verklegum
auka skilning sinn á því smásæja í lifandi efni ...sem er metið með... umræðum, verkefnum og verklegum æfingum
tengja undirstöðuþekkingu í frumu- og erfðafræði við daglegt líf ...sem er metið með... umræðum, verkefnum og erfðafræðidæmum
þekkja eigin líkama og gera sér grein fyrir mikilvægi góðrar heilsu ...sem er metið með... verkefnum og umræðum
taka ábyrgð á eigin lífsháttum ...sem er metið með... umræðum og kynningarverkefnum
taka ábyrga afstöðu til hegðun sinnar m.t.t. lifandi náttúru og sjálfbærri nýtingu auðlinda ...sem er metið með... sjálfstæðum kynningarverkefnum og umræðum
afla sér upplýsinga og frekari þekkingar varðandi viðfangsefnið
Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstímann. Til grundvallar matinu eru eftirfarandi þættir:
Kaflapróf; meðaltal skriflegra prófa á önninni (50%). Skilyrði til að ná áfanganum er að meðaltal kaflaprófa nái 4,5.
Ýmis einstaklingsverkefni, skýrslur úr verklegum æfingum, niðurstöður úr hópavinnuverkefnum (40%). Skilyrði til að ná áfanganum er að meðaltal allra verkefna nái 4,5.
Mat kennara á vinnu nemenda, vinnubrögðum og framförum (10%).