Þessi áfangi miðast við B1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Áfanginn er á öðru þrepi og unnið verður í að dýpka og byggja ofan á þekkingu, leikni og hæfni nemenda. Unnið verður með Portfolio möppuna, sjónvarps- og myndefni, þyngri texta, til dæmis blaða- og tímaritsgreinar, ásamt bókmenntatextum. Fjölbreyttar hlustunaræfingar svo sem viðtöl, tónlist, frásagnir og fleira. Notuð verða bæði einstaklingsverkefni og verkefni unnin í hóp, ásamt leikjum til að dýpka námsefnið og auka fjölbreytni. Lögð er áhersla á að textaval endurspegli kröfur námskrár um grunnþætti menntunar. Lögð er jöfn áhersla á alla fjóra færniþættina, tal, lestur, hlustun og ritun, bæði í kennslu og námsmati.
Nemandi hafi lokið DANS 1CC05 eða lokið grunnskólaprófi í dönsku með einkunn A eða B+.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þverfaglegum orðaforða til markvissrar notkunar, bæði munnlega og skriflega
rithefðum í textasmíði
mismunandi afstöðu og túlkun bókmenntatexta og dýpri merkingu texta
notkun hjálpargagna, svo sem orðabóka, leiðréttingaforrita auk ýmissa hjálpargagna á netinu
málkerfinu til markvissrar notkunar, bæði munnlega og skriflega
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa mismunandi textagerðir; blaðagreinar, sérhæfða texta og bókmenntatexta
beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta og viðfangsefnis
lesa mismunandi textagerðir; blaðagreinar, sérhæfða texta og bókmenntatexta
tjá sig munnlega á máli sem hæfir aðstæðum hverju sinni
tjá sig skriflega bæði á formlegan og óformlegan hátt
nota reglur málkerfisins tiltölulega villulaust
skilja aðalatriði venjulegs talmáls um kunnuglegt efni
skilja í grófum dráttum aðalatriði í útvarps- og sjónvarpsþáttum
skilja lýsingar á atburðum, tilfinningum og óskum annarra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá sig munnlega um ýmis viðfangsefni og nota tiltölulega flóknar setningar og orðasambönd til að lýsa reynslu sinni, væntingum og framtíðaráformum
rökstyðja mál sitt
undirbúa og segja í löngu máli frá efni sem tengist námsefninu, til dæmis sögu sem hefur verið lesin, eða kvikmynd
taka óundirbúinn þátt í samræðum um kunnugleg efni sem tengjast áhugamálum, daglegu lífi og málefnum líðandi stundar
skrifa tiltölulega flókinn og samfelldan texta um ýmis málefni frá eigin brjósti, til dæmis um málefni líðandi stundar og liðna atburði, áhugamál, ásamt efni sem tengist viðfangsefni kennslunnar
lesa sér til gagns tiltölulega flókna texta, geta fundið upplýsingar í hversdagslegu efni, blaða- og tímaritsgreinum
lesa og greina nútíma bókmenntatexta
lesa texta sem innihalda aðallega algeng orð úr daglegu lífi eða orðaforða sem tengist atvinnu
leita sér upplýsinga með hjálp upplýsingatækni og annarra hjálpargagna í tungumálanámi
• Þekking er metin með lokaprófi, skriflegum könnunum og verkefnum sem bæði eru unnin heima og í kennslustundum
• Leikni er metin með fjölbreyttum verkefnum, munnlegum kynningum og könnunum sem taka mið af færniþáttunum fjórum samkvæmt Evrópsku tungumálamöppunni, tali, hlustun, lestri og ritun.
• Leikni og hæfni er metin með fjölbreyttum verkefnum sem sett eru í Portfolio-möppu Leiðsagnarmat er gefið fyrir Portfolio og nemendur hvattir til að betrumbæta vinnu sína. Lögð er áhersla á að nemendur sýni góð vinnubrögð og vandaðan frágang
• Lokapróf metur hæfni nemanda til að skilja ólesinn texta, ritunarfærni og þekkingu hans á efni áfangans.