Í áfanganum er farið í uppbyggingu fruma, starfsemi helstu frumulíffæra og líkamsstarfsemi dýra og plantna. Fjallað er um fæðunám, meltingu, öndun, blóðrás, taugakerfi, efnaflutning, úrgangslosun, ónæmissvörun, hreyfingu, æxlun, fósturþroskun, stjórn efnaskipta og samvægi. Hvert einstakt líffærakerfi er tekið fyrir og hliðstæð kerfi borin saman. Fjallað er um heilbrigða starfsemi en einnig um algengustu frávik. Verklegar æfingar og verkefni í tengslum við efni áfangans. Nemendur læra hlutverk, gerð og starfsemi helstu líffærakerfa í plöntum og dýrum, lýsa myndun efna í ljóstillífun og kynnast líffærakerfum í ólíkum lífverum.
LÍFF2VU05(FB)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu frumulíffærum og starfsemi þeirra
hlutverki mismunandi boðefna, eðli taugaboða og starfsemi taugakerfis
flutningskerfum plantna
starfsemi helstu lífærakerfa manna s.s. öndunarfæra, meltingarfæra, blóðrásar, æxlunarfæra og stoðkerfis
skynjun manna og dýra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa í lífeðlisfræðilegar upplýsingar úr máli og myndum
skoða vefi og líffæri
túlka samspil ólíkra líffærakerfa við stjórn líkamsstarfseminnar
meta áhrif lífshátta á heilbrigði og starfsemi líkamans
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
auka skilning sinn á lífeðlisfræðilegum viðfangsefnum.
leggja gagnrýnið mat á lífeðlisfræðilegar upplýsingar.
tengja þekkingu í lífeðlisfræði við daglegt líf og heilsu.
afla sér frekari þekkingar á sviði lífeðlisfræðinnar.
Námsmat tekur mið af þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum áfangans. Í áfanganum er símat, þ.e.a.s. skýrslur auk fyrirlestrarverkefnis og hlutaprófa. Möguleiki er að taka lokapróf ef fullnægjandi árangur næst ekki úr símati.