Í áfanganum er fjallað um lykilatriði erfðafræðinnar: jafn- og rýriskiptingu, litninga, gen, lögmál Mendels, ýmis arfmynstur, tengd gen, byggingu kjarnsýra, afritun erfðaefnis, umritun og prótínmyndun. Fjallað er um litningabreytingar, stökkbreytingar, krabbamein, tíðni og jafnvægi gena í stofnum, utangenaerfðir, erfðamengi mannsins ásamt sérkennum í erfðum örvera. Þróunarfræði er kynnt stuttlega í samhengi við erfðafræði. Fjallað er um grunnaðferðir sem notaðar eru í erfðarannsóknum og erfðatækni og áhugaverðar nýjar rannsóknir ræddar.
LÍFF2VU05(FB)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu grunnhugtökum erfðafræðinnar, frumuskiptingum, algengum arfmynstrum, erfðum tengdra og kyntengdra gena
byggingu kjarnsýra, afritun, umritun og prótínmyndun, stökkbreytingum og litningabreytingum, tíðni og jafnvægi gena í stofnum
nokkrum erfðasjúkdómum
tengslum erfða og þróunar
nokkrum helstu rannsóknaraðferðum erfða- og örverufræða
erfðatækni og hvernig hún er hagnýtt
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leysa verkefni sem tengjast námsefninu
lesa texta um erfðafræði
leita sér heimilda um viðfangsefni áfangans og nýta sér þær á viðeigandi hátt
útskýra með dæmum hvernig erfðatækni getur tengst heilbrigði og velferð
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
afla sér frekari þekkingar í erfðafræði
miðla þekkingu af öryggi og á fjölbreyttan hátt
greina upplýsingar um erfðafræði og erfðatækni, meta þær og hagnýta
taka þátt í upplýstri umræðu um og taka upplýsta afstöðu til siðferðilegra álitamála sem tengjast erfðarannsóknum og erfðatækni
Námsmat tekur mið af þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum áfangans. Í áfanganum er símat, þ.e.a.s. vikuleg dæmaskil auk sjálfstæðs verkefnis og hlutaprófa. Möguleiki er að taka lokapróf ef fullnægjandi árangur næst ekki úr símati.