Áfanginn fjallar um sögu jarðar, hvernig jörðin varð til og þróaðist frá upphafi til okkar daga. Saga jarðskorpunnar, lofthjúpsins, hafanna og lífsins er rakin og gerð grein fyrir því hvernig jarðlög verða til, þróast í aldanna rás og hvernig lesa má úr þeim jarðsöguna. Myndun og jarðsaga Íslands er rakin, gerð er grein fyrir sérkennum landsins og fjallað um sérstakar jarðlagasyrpur. Í áfanganum túlka nemendur og teikna jarðlagasnið, skrifa heimildaritgerð og halda fyrirlestra.
JARÐ2AJ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
kenningum um uppruna og aldur jarðar
jarðsögutöflunni, geti skýrt hana og sagt frá einkennum hverrar aldar í sögu jarðar
þróun lífríkis á jörðinni út frá völdum dæmum og þróun einstakra hópa lífvera
loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á yfirborði jarðar
landreki og afleiðingum þess á ákveðnum svæðum á jörðinni
jarðsögu Íslands með tilliti til mismunandi þátta, s.s. loftslags, jarðlaga, eldvirkni og lífríkis
ritgerðarsmíð og heimildavinnu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
túlka jarðlagasnið með tilliti til jarðsögu ákveðinna svæða
leita sér heimilda um afmarkað efni og nýta þær á viðeigandi hátt
lesa fræðilegan texta á íslensku og erlendu tungumáli
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skýra myndun mismunandi jarðlaga og tengja við ríkjandi loftslagsaðstæður á myndunartíma þeirra
tengja jarðmyndanir á Íslandi og ríkjandi umhverfisaðstæður á myndunartíma þeirra
draga ályktanir um ólíkar aðstæður á Íslandi varðandi landslag og jarðmyndanir
sýna sjálfstæð og öguð vinnubrögð við gagnaöflun og geta miðlað niðurstöðum úr verkefnum á fjölbreyttan hátt
tengja undirstöðuþætti jarðfræðinnar við umhverfi sitt og geta fjallað á rökrænan hátt um mikilvægi og notagildi þeirra fyrir daglegt líf
Námsmatið tekur mið af þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum áfangans með fjölbreyttum verkefnum, fyrirlestrum, hópverkefnum, ritgerð og prófum.