Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1430848372.65

  Almenn enska: ritun og lestur í forgrunni I
  ENSK2RF05
  76
  enska
  Almenn enska, ritun og lestur
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  FB
  Þessi áfangi miðast við B2 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Meginmarkmið áfangans er að halda áfram að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart öllum færniþáttum, lestri, ritun, tali og hlustun. Grundvallarnámsefni áfangans er textar sem eru flóknari, lengri og sérhæfðari en í fyrri áföngum. Unnið er með nýjan orðaforða, þ.m.t. fræðilegan orðaforða. Eins og í fyrri áföngum eru nemendur þjálfaðir í ólíkum lestraraðferðum. Lesin eru tvö bókmenntaverk. Nemendur skrifa stuttar ritgerðir og samantektir tengdar lesefni áfangans þar sem gerðar eru auknar kröfur um uppbyggingu ritsmíða. Einnig kynnast nemendur grunnatriðum í ritrýni um bókmenntir. Þjálfun í talmáli fer fram í para- og hópvinnu ásamt hópumræðum. Einnig vinna nemendur þemaverkefni um menningu og landafræði enskumælandi landa sem þeir síðan kynna fyrir samnemendum sínum. Sérstök áhersla er lögð á framsögn í þessum áfanga. Hlustunarefni er byggt á köflum úr kvikmyndum og sjónvarpsefni (t.d. fréttatengdu efni) frá ólíkum enskumælandi löndum. Rík áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð í heimanámi og samvinnu nemenda í kennslustundum.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • orðaforða og notkun tungumálsins (munnlega og skriflega) til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins
  • helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls, svo sem efnisgreinar og greinarmerkjasetningu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja talað mál með ólíkum staðbundnum hreim
  • lesa texta með sérhæfðum orðaforða
  • lesa nútíma bókmenntatexta
  • taka þátt í almennum samræðum við þá sem hafa ensku að móðurmáli
  • tjá sig lipurlega um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið
  • skrifa vel skipulagðan texta um flóknari hluti, t.d. bókmenntir
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja talað mál um kunnugleg efni
  • skilja fjölmiðlaefni um fréttatengda hluti
  • tileinka sér aðalatriði í styttri blaða- og tímaritsgreinum með fræðilegum orðaforða
  • lesa nútíma bókmenntatexta
  • lesa „milli lína“ og átta sig á dýpri merkingu texta
  • takast á við margvíslegar aðstæður af nokkru öryggi í samskiptum við þá sem hafa ensku að móðurmáli
  • tjá sig skýrt og skilmerkilega um efni tengd námsefni, t.d. bókmenntatexta
  • tjá sig um eigin aðstæður, t.d. áhugasvið og persónulega reynslu
  • miðla efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á
  • skrifa læsilegan og skýran texta um sérvalið efni
  • skrifa um bókmenntir, bæði samantektir og rýni
  Sérstakt ritunarpróf og munnlegt próf. Kennaraeinkunn sem byggir að mestu á ástundun og heimavinnu nemenda-þar má nefna orðaforðaverkefni, ritgerðir og kannanir úr lesefni áfangans, þ.m.t. bókmenntaverkum áfangans. Skriflegt lokapróf í lok annar.