Í áfanganum fá nemendur innsýn í verkmenningu mannsins í ólíkum menningarheimum frá þeim tíma er fyrstu pýramídarnir voru reistir og til loka 19. aldar. Áfanginn er þrískiptur. Í fyrsta hluta er lögð áhersla á að rannsaka og vinna með munstur fornþjóða og hvernig þau endurspeglast í manngerðu umhverfi. Farið er í vettvangsferð í Þjóðminjasafnið í tengslum við verkefni. Í öðrum hluta læra nemendur um stíl fatnaðar og fylgihluta frá endurreisn til loka 19. aldar. Íslenska þjóðbúningnum eru gerð góð skil í þriðja hluta. Nemendur rannsaka sögu búninga og hvaða áhrif Sigurður „málari“ Guðmundsson hafði á þá þróun.
Námið fellst í verkefnavinnu, hópvinnu og ritgerð úr þriðja hluta. Próf er lagt fyrir úr fyrsta og öðrum hluta.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvaða áhrif samgöngu- og iðnbyltingar höfðu á þróun hönnunar
helstu hönnuðum, stefnum og straumum tímabilsins
hvernig tækninýjungar og samfélagslegir viðburðir hafa áhrif á þróun manngerðs umhverfis
tengslum íslenskrar og erlendrar hönnunar
hvernig stílar í fatnaði, húsgögnum, húsmunum, byggingum o.fl. haldast í hendur
hvernig framleiðsla og markaðsgreining hefur áhrif á þróun í hönnun
hvaða áhrif hönnun hefur á hið daglega líf okkar
mikilvægi endurnýtingar og umhverfisverndar í hönnun framtíðarinnar
þekkja starfs-, fyrirtækja- og menntunarumhverfi hönnunar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina orsökir, afleiðingar og áhrif sem iðnbyltingin hafði á lifnaðarhætti , manngert umhverfi og hönnun í hinum vestræna heimi og hérlendis
skilja mun á frumvinnslu, fullvinnslu og vélvæðingu í iðnaði
gera sér grein fyrir tengslum íslenskrar og erlendrar hönnunar á tímabilinu
gera sér grein fyrir rannsóknargildi hönnuna, þ.e. að skapa þörf og leita lausna
skilja að endurnýting og umhverfisvernd er stór þáttur í hönnunarstefnum framtíðarinnar
upplifa hönnun með fjölbreyttri upplýsingaöflun og viðtölum við hönnuði og handverksfólk ásamt því að sækja viðburði og sýningar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir áhrifum samgöngu- og iðnbyltingarinnar
skilja áhrif tækninýjunga og viðburða á þróun
geta borið saman mismunandi stefnur og strauma í hönnun
sjá samsvörun í stílum á fatnaði, húsgögnum, húsmunum, byggingum o.fl. á tímabilinu
skilja hvernig þróun í hönnun helst í hendur við eftirspurn, framleiðslu og markaðsfærni
sjá að hlutverk hönnunar er að skapa þörf og leita leiða til lausna
gera sér grein fyrir að hönnun snýst um rannsóknir á þörfum og lausnum til að gera veröldina sem við lifum í auðveldari og aðgengilegri
vera meðvitaðri um mikilvægi endurnýtingar og umhverfisvænnar hönnunar
Fjölbreytt verkefnavinna (einstaklings- og hópavinna) og lögð áhersla á vandaðan frágang og kynningu verkefna. Ritgerð, viðtal og umfjöllun um íslenskan hönnuð og verk hans. Metin er virkni og þátttaka í tímum, vinnusemi og jákvæðni. Umsagnir vegna vettvangsferða á söfn og sýningar. Próf í lok annar.