Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1430850938.06

  Almenn enska: ritun og lestur í forgrunni II
  ENSK2RS05
  77
  enska
  Almenn enska: ritun og lestur í forgrunni II
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  FB
  Þessi áfangi miðast við B2 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Meginmarkmið áfangans er að halda áfram að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart öllum færniþáttum: lestri, ritun, tali og hlustun. Grundvallarnámsefni áfangans er flóknari og lengri textar með meiri sérhæfingu og sérhæfðari akademískum og fræðilegum orðaforða, þ.e. orðaforða vísinda og fræða. Í þessum áfanga eru gerðar auknar kröfur um skilning á skoðunum og viðhorfum sem birtast í lesnum textum. Enn á ný er beitt ólíkum lestraraðferðum. Tvö bókmenntaverk eru lesin þar sem gerðar eru kröfur um dýpri skilning og umfjöllun. Nemendur gera fjölbreytileg ritunarverkefni, þ.m.t. ritgerðir um bókmenntatexta og einnig eina vandaða viðhorfsgrein. Þjálfun í talmáli fer fram í para- og hópvinnu ásamt hópumræðum. Í þessum áfanga er aukin áhersla á þematengd efni sem tengjast þjóðfélögum og menningu enskumælandi landa. Rík áhersla er lögð á skýra framsetningu bæði tal- og ritmáls. Hlustunarefni er byggt á köflum úr kvikmyndum og sjónvarpsefni, bæi með fréttatengdu, fræðilegu og menningarlegu efni. Lögð er áhersla á ólík afbrigði talaðs máls, þ.m.t. bæði stéttbundnar og staðbundnar mállýskur.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • orðaforða og notkun tungumálsins (munnlega og skriflega) til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins
  • grundvallaruppbyggingu þjóðfélaga þar sem enska er notuð sem móðurmál eða fyrsta mál
  • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem enska er notuð og geti tengt þau eigin samfélagi og menningu
  • lesa aðgengilega fræðilega texta með sérhæfðum orðaforða
  • taka þátt í almennum samræðum og rökstyðja skoðanir sínar
  • tjá skoðanir sínar um ákveðin málefni skýrt og hnökralítið
  • skrifa vandaðan texta, bæði formlegan og óformlegan, þar sem beitt er helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja talað mál með stað- og stéttbundnum hreim
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • fylgjast með fyrirlestrum og rökræðum um frekar flókna hluti, bæði tengda og ótengda námsefni
  • fylgjast með kvikmyndum og sjónvarpsefni með ólíkum mállýskum
  • tileinka sér aðalatriði í lengri blaða- og tímaritsgreinum og styttri fræðilegum textum með flóknari orðaforða
  • átta sig á viðhorfum og skoðunum í texta
  • afla sér upplýsinga og greina aðalatriði
  • takast á við flóknari aðstæður í samskiptum við þá sem hafa ensku að móðurmáli, t.d. rökræður
  • hafa frumkvæði í samskiptum
  • tjá skoðanir sínar um málefni sem eru ofarlega á baugi
  • lýsa kostum og göllum, með- og mótrökum
  • rökstyðja eigin skoðanir og annarra
  • skrifa fjölbreytilega texta, t.d. skýrslur, ritgerðir, bréf og tölvupóst þar sem fylgt er viðurkenndum ritunarhefðum
  Símatsáfangi. Próf (þar með munnlegt próf og ritgerðarpróf) og skila verkefnum skv. kennsluáætlun og taka virkan þátt í þemaverkefnum.