Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1430852960.81

  Textílhönnun: Prjón og hekl
  PRHE2GR05(FB)
  1
  Textílhönnun
  Prjón og hekl
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  FB
  Í áfanganum er lögð áhersla á hekl- og prjónaaðferðir, munsturgerð og litasamsetningar. Nemendur læra ýmsar aðferðir í prjóni, s.s. úrtöku, útaukningu, munsturprjón, gataprjón og kaðlaprjón. Í hekli læra nemendur grunnatriði í hekli, fastahekl, keðjulykkjur og stuðla og fá þjálfun í að vinna eftir uppskriftum. Unnin er hugmyndamappa sem inniheldur tilraunir, prufur og vinnulýsingar. Nemendur vinna eitt lokaverkefni eftir uppskrift annaðhvort í prjóni eða hekli.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunntækni í hekli og prjóni
  • þeim áhöldum sem notuð eru við prjón og hekl
  • hinum ýmsu aðferðum sem notaðar eru við prjón og hekl og geti nýtt sér þær í sjálfstæðri vinnu
  • hvar hægt er að nálgast uppskriftir og kennslumyndbönd á veraldarvefnum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa og fara eftir prjóna- og hekluppskriftum, bæði á íslensku, dönsku og ensku
  • hekla loftlykkjur, keðjulykkjur, fastapinna og stuðla
  • kunna a.m.k. tvær aðferðir við uppfit
  • prjóna slétta og brugðna lykkju, tvíbanda-, gata- og kaplaprjón, fella af, lykkja og sauma saman stykki
  • ganga frá endum í hekluðum og prjónuðum verkum
  • nota kennslumyndbönd á veraldarvefnum
  • vanda vinnubrögð og allan frágang á verkefnum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta nýtt sér upplýsingatækni við vinnu í hekli og prjóni
  • lesa úr og nota vinnuleiðbeiningar í máli og myndum
  • vanda alla þætti ferlisins
  Leiðsagnarmat en þá er horft m.a. til vinnulags og vandvirkni við alla þætti vinnuferlisins. Vinnusemi, skipulag og sjálfstæð vinnubrögð eru mikilvæg atriði. Verkefnum er skilað jafnt og þétt yfir önnina.