Hugmyndavinna, efnismagn og tilbúin flík, útreikningar
Samþykkt af skóla
2
5
FB
Lögð er megináhersla á að nemendur öðlist frekari þjálfun í prjóni og hekli í formi prufugerðar. Nemendur gera hugmyndamöppu og vinna tilraunir út frá henni. Hæfni nemandans er þjálfuð í sjálfstæðum vinnubrögðum og samspili hugmynda, hráefnis, tækni og listrænnar sköpunar. Nemendur vinna lokaverkefni í prjóni eða hekli þar sem þeir hanna og útfæra hugmynd að fullgerðri flík.
PRHE2GR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
forsendum skapandi hugsunar í hönnun
flóknari útfærslum og tækniatriðum í prjóni og hekli
útreikningum varðandi stærð og efnismagn
hvaða garn hentar mismunandi verkefnum
verkskipulagi, vandvirkni og sjálfstæðum vinnubrögðum
forsendum hugmyndavinnu, framkvæmdar og framvindu að fullunnu verki
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og skilja uppskriftir bæði í hekli og prjóni
notfæra sér kennslumyndbönd á veraldarvefnum
prjóna flóknar tegundir prjóns, s.s. bútaprjón, Domino, rendur og fleiri tegundir
prjóna hnappagatalista
vinna vandaða hugmyndavinnu og útfæra eigin hugmyndir
temja sér frumkvæði, frumleika og skapandi hugsun
temja sér sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
útbúa prufu- og hugmyndamöppu í máli og myndum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa úr og nýta sér vinnuleiðbeiningar í máli og myndum
ganga frá verkefnum, prufum, skissum og vinnuslýsingum í vinnumöppu
geta nýtt sér upplýsingatækni og aðra miðla við hugmyndavinnu í prjóni og hekli
velja sér raunhæf verkefni og vera fær um að taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi verkefnavinnu
fylgja eftir skipulögðu vinnuferli miðað við raunhæft tímaplan og framkvæmd verksins
sýna frumkvæði og skapandi hugsun í vinnu sinni
temja sér öguð og vönduð vinnubrögð við alla þætti vinnuferlisins
Leiðsagnarmat. Nemandi skilar inn vinnumöppu með skissuvinnu, prufum og vinnuteikningum svo og fullunnu stykki í lok annar. Öll vinna nemandans er metin til einkunnar svo og ástundun og vinnubrögð.