Nemendur læra að vinna með grunnsnið, sniðútfærslur og stærðartöflur. Lögð er áhersla á saumtækni með ýmsum gerðum af prufusaumi og læsi á vinnulýsingar í texta og myndum. Farið er sérstaklega í notkun á saumavélum, overlockvélum og straujárni. Unnið er með samspilið á milli tískuteikninga, flatra vinnuteikninga og sniðútfærslna í minni hlutföllum, ½ stærð og yfirfærslu í 1/1 stærðir. Nemendur læra að mæla efnismagn fyrir flíkur út frá sniðum og notkun á flísilíni, tvinnagerðum og öðru tilleggi varðandi saum og frágang. Nemendur búa til sitt eigið grunnsnið og sauma prufupils, lögð er áhersla á mátun og leiðréttingu sniða og stílbreytingu. Kynnt er hvernig unnið er með tilbúin snið úr sníðablöðum. Lokaverkefnið er fullunnið pils. Lögð er áhersla á að nemendur skilji vinnuferlið frá hugmynd að fullunninni flík og temji sér vönduð vinnubrögð við alla þætti ferlisins.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu grunnsniða
heiti sniðhluta, þráðréttu og mikilvægi saumamerkinga á sniðum
einföldum og flóknum sniðútfærslum í stöðluðum stærðum
notkun grunnsniða til að útfæra eigið pils
vinnulýsingum í texta og myndum
flötum vinnuteikningum við vinnslu á sniðum
saumtækni með prufusaumi s.s rennilásum og vösum
samspili efna og útfærslu sniða
aðferðum til að ákvarða efnismagn í flíkur út frá sniðum
vönduðum vinnubrögðum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna ýmsar sniðútfærslur út frá grunnsniðum í stöðluðum stærðum í minni hlutföllum
nota heiti sniðhluta markvisst og nota saumamerkingar á sniðum
útfæra og sauma flíkur eftir eigin málum
nýta sér vinnulýsingar í texta og myndum við prufusaum koma hugmyndum að flíkum á blað
ákvarða samspil efnis og útfærslu sniða
ákvarða efnismagn sem þarf í flík út frá sniðum
vanda vinnubrögð við alla þætti vinnuferlisins
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna sjálfstætt einfaldar sniðútfærslur út frá grunnsniðum
sauma pils eftir eigin sniðútfærslu
vinna eftir vinnulýsingum í máli og í myndum
ákvarða efnismagn og tillegg sem þarf í pils samkvæmt sniðum og vinnulýsingum
vanda vinnubrögð við alla þætti vinnuferilsins frá hugmynd að tilbúnu pilsi
Leiðsagnarmat: Við námsmat er horft m.a. til vinnulags og vandvirkni við alla þætti vinnuferlisins. Vinnusemi, skipulag og vilji til sjálfstæðra vinnubragða eru mikilvæg. Í lok annar skilar nemandi vinnumöppu og pilsi fullkláruðu til lokamats.
Færnipróf til að kanna þekkingu á hugtökum og saumtækniaðferðum.