Í áfanganum er unnið með grunnsnið út frá stöðluðum málum og þau notuð til að vinna flóknari sniðútfærslur í minni hlutföllum til yfirfærslu í stærri stærðir. Flóknari saumtækniatriði eru unnin eftir vinnuleiðbeiningum bæði í máli og myndum. Lögð er áhersla á skipulagt vinnuferli og þjálfun í mátun sniða með saumi á prufuflíkum og leiðréttingu sniða eftir mátun. Unnar eru saumtækniprufur er tengjast buxnasaumi og buxur í fullri stærð saumaðar. Kennd er sniðagerð fyrir teygjanleg efni og saumtækni á slíkum efnum. Einnig er farið í gerð herrasniða. Sérstök áhersla er lögð á vandvirkni við alla þætti áfangans.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu grunnsniða og útfærslu flókinna sniða út frá grunnsniðum í ½ og ¼ stærð
yfirfærslu sniða frá ½ stærð í 1/1 stærð
mátun eftir vaxtarlagi og leiðréttingu sniða samkvæmt því
vinnuteikningum og vinnulýsingum í máli og myndum
flóknari saumtækniatriðum með prufusaumi
vinnuferlinu við að hanna buxur
verkskipulagi, vandvirkni og sjálfstæðum vinnubrögðum
gerð sniða fyrir herra
uppbyggingu sniða fyrir teygjanleg efni
saumtækni við saum úr teygjanlegum efnum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
teikna grunnsnið frá grunni í ½, ¼ og 1/1 stærð
útfæra flókin snið og nota til þess grunnsniðin
máta flíkur og leiðrétta sniðin eftir vaxtarlagi
lesa úr og vinna eftir vinnuteikningum í máli og myndum
sauma flóknari saumtækniatriði með prufusaumi
vinna snið fyrir teygjanleg efni og sauma úr teygjanlegum efnum
gera vinnuferli hönnunar skil í vinnuskýrslum bæði í texta og vinnuteikningum
skipuleggja vinnuferli og vanda vinnubrögð
notfæra sér grunnsnið fyrir herrafatnað
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útfæra flóknari snið eftir eigin hugmyndum
færa breytingar yfir á sniðin sem fram koma við mátun á prufuflíkum
lesa úr og nota vinnuleiðbeiningar í máli og myndum
geta saumað flóknari saumtækniatriði
skipuleggja vinnuferli við hönnun á buxum
ganga frá verkefnum í ferilmöppu
vanda alla þætti ferlisins
Við námsmat er lögð áhersla á frumleika og skapandi hugsun, frumkvæði, vönduð og sjálfstæð vinnubrögð. Lögð er áhersla á mat á úrvinnslu hugmynda, vinnuferli, framkvæmd og endurmat á vinnsluferlinu. Notkun á námsgögnun í upplýsingaleit og hugmyndavinnu, sniðagerð og saumtækni. Í lok annar skilar nemandi vinnumöppu og buxum fullkláruðum til lokamats. Færnipróf til að kanna þekkingu á hugtökum og saumtækniaðferðum.