Í áfanganum er lögð áhersla á máltökur, sniðteikningu, saum og mátun. Farið er ítarlega í margbreytilega formun á efriparti á bol og stílbreytingu á ermum í ¼ og ½ stærð. Nemendur fá þjálfun í saumtækni við saum á saumtækniskyrtu. Kynnt er frjáls formun í sníðagerð (drapering). Nemendur hanna og sauma eigin skyrtu.Lögð er áhersla á hugmyndavinnu, vandvirkni og sjálfstæð vinnubrögð við gerð á skyrtu/blússu. Samhliða er unnin vinnuskýrsla með vinnuferlinu frá hugmynd að fullgerðri flík.
FATS2SP05 og FATS2SB05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
skapandi hugsun í hönnun á fatnaði
mikilvægi undirbúnings-, tilrauna- og rannsóknarvinnu með öflun og úrvinnslu upplýsinga
hugmyndavinnu, framkvæmd og framvindu að fullunnu verki
leiðbeiningum í máli og myndum varðandi sniðútfærslur og saumtækni
sambandinu milli sjálfstæðra, faglegra og skapandi vinnubragða og vinnuframlags
mikilvægi þess að rýna í eigin verk og annarra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna vandaða hugmyndavinnu með öflun og úrvinnslu upplýsinga
skilgreina forsendur og þörf og endurmeta hugmyndir sínar
temja sér frumkvæði, frumleika og skapandi hugsun
útfæra eigin hugmynd í formi tísku- og útlitsteikninga
útfæra sniðbreytingar út frá eigin hugmyndum
temja sér sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
setja fram vinnuáætlun og greina verkþætti
auka færni í að máta og nota gínu við lagfæringu sniða
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta nýtt sér upplýsingatækni og aðra miðla við hugmyndavinnu
vera fær um að taka sjálfstæða ákvörðun varðandi verkefnaval
tileinka sér vinnuferlið frá hugmynd að fullgerðri flík
kunna skil á forsendum hönnunar hvað varðar nýsköpun í formi tilrauna, rannsókna og úrvinnslu upplýsinga
fylgja eftir skipulögðu vinnuferli miðað við tímaþátt, endurmat og framkvæmd verksins
sýna frumkvæði, frumleika og skapandi hugsun
koma vinnu sinni á framfæri í formi kynningar eða sýningar
rýna í eigin verk og rökstyðja niðurstöður bæði munnlega og skriflega á uppbyggilegan hátt
Við námsmat er lögð áhersla á frumleika og skapandi hugsun, frumkvæði, vönduð og sjálfstæð vinnubrögð. Lögð er áhersla á mat á úrvinnslu hugmynda, vinnuferli, framkvæmd og endurmat á vinnsluferlinu. Notkun á námsgögnun í upplýsingaleit og hugmyndavinnu, sniðagerð og saumtækni. Í lok annar skilar nemandi vinnumöppu og skyrtu fullkláruðum til lokamats.