Í áfanganum fá nemendur innsýn í sögu tískuteikninga fram til dagsins í dag.
Þeir kynnast teikningu sem verkfæri í fata- og textílhönnun. Farið er ítarlega í flatar teikningar og teikning ýmissa smáatriða í fatnaði og textíl er þjálfuð. Aðaláherslan lögð á frekari æfingar fyrir tískuteikningar, módelteikningar, uppstillingar, mismunandi stílbrigði og frágang teikninga. Áhersla einnig á línur, skugga, fellingar, fall, liti, form, jafnvægi, hlutföll, vaxtarlag, áferð og munstur. Nemendur fá þjálfun í að þróa persónulegan stíl samhliða því að vinna að hönnun á fatnaði. Lögð er áhersla á að nota ýmis óhefðbundin efni og aðferðir við teikninguna og hugmyndavinnuna Nemendur velja sér verkfæri, liti og aðferðir til að ná fram persónulegum teikningum. Áhersla er lögð á teikningu fatnaðar á líkama eða gínu. Lagður er grunnur í notkun skanna og frekari vinnu í teikniforriti. Nemendur þjálfa áfram þemavinnu, hugmyndavinnu og skissugerð og vinna í skissubækur.
Nemendur vinna að ferilmöppu.
TTEI1HH04
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig hægt sé að ná fram skuggum, munstrum og áferðum í teikningu
hvernig megi stílisera teikningar og gera þær persónulegar og skapandi
hvernig megi teikna vandaðar flatar vinnuteikningar
hvernig megi lesa flatar vinnuteikningar
hvernig mismunandi verkfæraval veitir mismunandi útkomu
hvernig megi þjálfa líkamsteikningu og gínuteikningu
hvernig tíðarandi hefur áhrif á tískuteikningar
hvernig setja megi fram hugmyndir og ganga frá verkefnum í ferilmöppu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota ýmis teikniáhöld og liti við gerð tískuteikninga
koma til skila hugmyndum að fatnaði með teikningu
teikna fatnað fyrir gínur og fólk
ná fram skuggum, fellingum, munstrum og áferðum í teikningu
stílisera og ná fram persónulegri túlkun í teikningum
velja verkfæri sem henta mismunandi verkefnum
vinna vandaðar vinnuteikningar
nota óhefðbundnar aðferðir við teikningu
teikna flatar teikningar
útbúa þema- og litaspjöld jafnt í höndum og í tölvu
vinna hugmyndavinnu og teikna skissur út frá þema
nota tölvur við uppsetningu og frágang á tískuteikningum
beita aðferðum til að ná fram áferðum og skyggingum í teikningum
setja fram hugmyndir og ganga frá verkefnum í ferilmöppu
skoða og læra af erlendum og íslenskum tískuteiknurum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
koma til skila hugmyndum að fatnaði
teikna flatar teikningar
vinna með þema- og litaspjöld og vinna úr hugmyndum í skissuformi
tjá sig í tískuteikningu á persónulegan hátt
velja rétt verkfæri fyrir verkefni
setja hugmyndir sínar og teikningar upp á fjölbreyttan hátt í höndum og í tölvum og setja upp í ferilmöppu sem nýta má til frekara náms eða vinnu.
skoða verk tískuteiknara í gegnum tíðina og nýta þau sem innblástur fyrir sín verk
greina tískuteikningar eftir tíðaranda
Verkefnaskil yfir önnina. Nemendur skila svo vandaðri vinnumöppu (ferilmöppu) sem inniheldur verkefni annarinnar ásamt skissubók sem unnin hefur verið jafnt og þétt yfir önnina. Nemendur þurfa að geta gert grein fyrir vinnu sinni munnlega í yfirferð með samnemendum og kennara. Vinnusemi, ástundun, skilvirkni og vandvirkni er einnig hluti af námsmati.