Garn- og efnislitun, möppugerð, prufuvinna, tauþrykk
Samþykkt af skóla
2
5
FB
Farið er í undirstöðuatriði munsturgerðar; form, liti og uppbyggingu hugmynda fyrir textíla og nemendur eiga að tileinka sér þær aðferðir í formi tilrauna og prufuvinnu. Nemendur læra meðhöndlun, blöndun og notkun náttúrulita, gervilita og hjálparefna við litun á garni, ofnum og prjónuðum efnum. Nemendur fá innsýn og kennslu í silkiþrykktækni og taumálun. Unnið er með blokk-, stensla-, og rammaþrykk. Nemendur læra að yfirfæra munstur á silkiramma með stenslum og ljósmyndatækni. Lögð er áhersla á fagleg og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur skila góðri hugmynda- og prufumöppu með greinagóðum og upplýsandi texta yfir vinnu sína í áfanganum og sýna fram á notkun þess í tengslum við aðra áfanga. Nemendur vinna sjálfstætt efni/lokverkefni þar sem þeir fullvinna og framkvæma hugmynd og skila dagbók/greinagerð um ferlið og kynna fyrir samnemendum með framsögn. Lögð er áhersla á faglega og hugmyndaríka framsetningu.
Farnar eru vettvangsferðir tengdar náminu.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi þrykk- og litunaraðferðum
greinarmun á mismunandi hjálparefnum fyrir litun og þrykk
vinnutækjum og áhöldum sem tilheyra litun og þrykki og fagtungumáli og þeim hugtökum sem notuð eru
þeim mun sem er á tengdu og ótengdu símunstri og hvernig þau eru sett upp fyrir þrykk
því að miðla þekkingu sinni á fjölbreyttan hátt
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota forrit/tölvutækni til að teikna og vinna munstur fyrir þrykk
vinna hugmynd að útfærslu á hönnun á efni í tengslum við hráefni og aðferð
vinna með form, liti og áferðir
þrykkja og lita mismunandi efni og geta gert grein fyrir hvað hentar hverju sinni miðað við notkun
þrykkja tengd og/eða ótengd símunstur
nýta sér mismunandi aðferðir við að útfæra eigin hönnun á skapandi og óhefðbundinn hátt
taka sjálfstæða ákvörðun varðandi verkefnaval
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
búa yfir verkkunnáttu til að geta leyst af hendi mismunandi aðferðir í litun og tauþrykki
búa yfir sjálfstrausti til að útfæra og túlka hugmyndir og verkefni undir leiðsögn kennara
miðla með myndrænni framsetningu eigin hugmyndum ásamt möppu með prufum af lituðum og þrykktum efnum.
gera sér grein fyrir styrk sínum og nýta sér hann að nokkru leyti í verkefnavali undir leiðsögn kennara
Áfanginn er símatsáfangi. Námsmat byggist upp á mati kennara, sjálfsmati nemenda og jafningjamati. Við námsmat er horft til verklags, vandvirkni, frágangs, ígrundunar, rökstuðnings og þátttöku í kynningum á eigin verkum og annarra. Þá er í áfanganum unnið lokaverkefni sem metið er eftir frumleika, notkunar grunnreglna, efnisvals og aðferða.