Atómið og öreindir þess, sætistala, samsætur, massatala, atómmassi, línulitróf, rafeindaskipan, gildisrafeindir, málmar, málmleysingjar, jónir, jónaefni, sameindir, sameindaefni, Lewis-formúlur, heiti og formúlur efna, lotukerfið, flokkar, lotur, spennuröð málma, málmar og sýrur, oxun og afoxun, jónunarorka, stærð atóma, efnajöfnur og stilling þeirra, rafdrægni, sterk og veik efnatengi, skautun tengja, skautun einfaldra sameinda, áhrif tengja milli efnisagna á eðliseiginleika efna, markverðir stafir, mól, mólmassi, samband mólfjölda og massa, sameindamassi, formúlumassi, byggingarformúlur, sameindaformúlur, reynsluformúlur, leysni efna, styrkur lausna, mólstyrkur, mólhlutföll í efnahvörfum, fellingar, sýrur, basar, sýrustig. Leitast er við að tengja einstök viðfangsefni við sjálfbærni, heilbrigði og velferð.
EFNA2GR03 (FB).
Læsi, færni til að tjá sig í rituðu máli, færni til að taka ábyrgð á námi í framhaldsskóla.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu atóma, rafeindaskipan og út frá því eiginleikum mismunandi frumefna
mun á málmum og málmleysingjum, jónaefnum og sameindaefnum
formúlum og nöfnum jónaefna og einfaldra sameindaefna
hvernig efnajafna er stillt og hvaða upplýsingar slík jafna gefur
hugtakinu rafdrægni og út frá því gerðum efnatengja
eðliseiginleikum efna og tengslum þeirra við efnatengi efnanna
mólhugtakinu, mólmassa, mólstyrk og mólhlutföllum í efnahvörfum
helstu flokkum efnahvarfa, fellingum, oxunar-afoxunarhvörfum og sýru-basahvörfum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota lotukerfið til að átta sig á uppbyggingu atóma og eiginleikum einstakra frumefna, greina á milli jónaefna og sameindaefna
gefa einföldum efnum nöfn og skrifa formúlur þeirra
stilla efnajöfnur og lesa út úr þeim
átta sig á tengjagerðum í mismunandi efnum, bæði sterkum og veikum tengjum, skautun tengja, lögun og skautun sameinda og eðliseiginleikum viðkomandi efna
nota lotukerfið til að finna mólmassa efna og umreikna massa í mólfjölda
finna reynsluformúlu og sameindaformúlu efna og þekkja tengsl þeirra og byggingarformúlu
beita mólstyrkshugtakinu varðandi styrk lausna og þynningu þeirra
greina á milli fellingarhvarfa, oxunar-afoxunarhvarfa og sýru-basahvarfa og átta sig á þeim ferlum sem hvörfin snúast um
framkvæma einfaldar tilraunir í tilraunastofu skv. leiðbeiningum.
framkvæma mælingar, setja niðurstöður og útreikninga fram á skýran hátt í tilraunaskýrslu
leita upplýsinga á netinu, lesa úr línuritum og setja upp línurit
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina efnafræðileg úrlausnarefni og vinna úr þeim
sýna sjálfstæð vinnubrögð og bera ábyrgð á námi sínu
skilja mikilvægi efnafræðiþekkingar varðandi lífsgæði í nútímasamfélagi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð
bæta efnafræðiþekkingu ofan á þann grunn sem þessi áfangi veitir
Verkefni, tilraunaskýrslur og próf sem taka mið af ofangreindum þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum.