Í áfanganum er viðfangsefnið kynja- og jafnréttisfræðsla. Fjallað er um jafnrétti, stöðu kynjanna, staðalmyndir, kynhneigð, birtingarmynd kynjanna í fjölmiðlum og stjórnmálum, klámvæðingu, kynbundið ofbeldi og fleira. Ýmsar birtingarmyndir kynjaskekkju eru skoðaðar og greindar. Lögð er áhersla á umræður og lýðræðislega nálgun í kennslunni. Nemendur taka mikinn þátt og hafa áhrif á efnisþætti áfangans. Eitt af meginmarkmiðum áfangans er að vekja ungt fólk til meðvitundar um réttindi sín hvað varðar jafnréttismál.
FÉLV1SF06
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
að jafnréttismál varða allt samfélagið
helstu grundvallarhugtökum kynjafræðinnar
stöðu kynjanna í samfélaginu
mismunandi mótun kynjanna út frá menningu, umhverfi og tíma
hvað jafnrétti merkir í raun
staðalmyndum um kvenleika og karlmennsku
klámi og áhrifum þess á kynheilbrigði
kynbundnu ofbeldi og mörgum birtingarmyndum þess
áherslu hinsegin fræða á margbreytileika
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita hugtökum kynjafræðinnar á ólíkar aðstæður
greina stöðu og staðalmyndir kynjanna í fjölmiðlaefni, námsefni og almennri umræðu
greina áhrif kynjakerfisins á fjölskylduna og heimilið, skólagöngu og vinnumarkað
greina goðsagnir varðandi kynjamun og kynímyndir í samfélaginu
rýna í menningu og átta sig á stöðu kynjanna eins og hún birtist þar
taka þátt í umræðum um tiltekin efni og koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri
beita gagnrýnni hugsun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina áhrif kynferðis á líf sitt og annarra
setja sig í spor annarra og ígrunda viðhorf sín
taka þátt í rökræðum um stöðu kynjanna
efla siðferðilega dómgreind sína
vera meðvitaður um áhrif jafnréttisbaráttunnar
taka virkan þátt í samfélaginu, fjölskyldulífi og atvinnulífi með jafnrétti að leiðarljósi
lesa upplýsingar og efni fjölmiðla á gagnrýninn hátt
skýra samspil mannréttinda og samfélagslegra skyldna
taka þátt í umræðum um tiltekin efni og koma þekkingu sinni, skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri í ræðu og riti
Áfanginn er símatsáfangi. Þekkingin er metin með stuttum prófum og fjölbreyttri verkefnavinnu sem bæði eru unnin í tíma og heima. Leiknin er metin út frá vinnubrögðum við heimildaöflun, skilningi á viðfangsefninu, samningi eigin texta og jafningjamati.
Hæfnin er metin úr frá þátttöku, skoðanaskiptum og rökræðu við jafninga og kennara, hvernig nemendum gengur að miðla efni til jafningja sinna og sjálfsmati nemenda.