Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1430920482.1

  Mannfræði og þróunarlönd
  FÉLA3MÞ05(FB)
  42
  félagsfræði
  Mannfræði og þróunarlönd
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  FB
  Áfanginn er tvískiptur en fyrri hlutinn beinist að félagslegri mannfræði þar sem nemendur kynnast nálgunum mannfræðinnar, skoða mismunandi menningarheima út frá áherslum um kynhlutverk, lagskiptingu, stríðsrekstur, friðarferli, hagkerfi og trúarhugmyndir. Í seinni hluta áfangans kynna nemendur sér helstu hugmyndir um tvískiptingu heimsins í þróuð og vanþróuð lönd og skoða mismunandi hugmyndir að baki þeim hugtökum sem notuð eru. Einnig er fjallað um málefni sem tengjast samfélögum þriðja heimsins, mismundi túlkun þróunarhugtaksins og ólíkar nálganir í þróunarsamvinnu.
  FÉLA2KR05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hugtökum og rannsóknaraðferðum mannfræðinnar
  • fjórskiptingu og sögu mannfræðinnar
  • rannsóknum erlendra og íslenskra mannfræðinga hérlendis og erlendis
  • sérstöðu greinarinnar og skyldleika við aðrar greinar félagsvísinda
  • hugtökum, viðfangsefnum og álitamálum sem tengjast umræðu um þróunarmál
  • skýringum á þróunarmismun, mikilvægi þróunarsamvinnu og vandamálum sem tengjast henni
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • geta beitt hugtökum og aðferðarfræði mannfræðinga
  • geta skoðað nálæg og fjarlæg samfélög í gegnum kenningargleraugu mannfræðinnar
  • geta lagt gagnrýnið mat á þróunarhugtakið bæði hvað varðar menningarlega og líffræðilega þróun
  • geta borið saman mismunandi aðferðir þróunaraðstoðar, þróunarsamvinnu og stöðu ýmissa þróunarlanda
  • kunna að afla sér upplýsinga um mannfræðileg málefni og málefni þróunarlanda, greina þau og setja í fræðilegt samhengi
  • geta nýtt sér fræðilegan texta og miðlað skýrt og skilmerkilega fræðilegu efni í ræðu og riti
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • meta og vinna úr rannsóknargögnum sem tengjast mannfræði og þróunarlöndum
  • beita afstæðishyggju í umræðum um menningarleg málefni og þekki til takmarkana hennar
  • leggja mat á mismunandi útskýringar og kenningar um stöðu og ástand þróunarlanda
  • miðla þekkingu sinni og afstöðu í samræðu og rökræðu
  • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
  Vinnueinkunn sem samanstendur af: Þekkingu sem er metin út frá vinnubók, einstaklingsverkefnum, hópaverkefnum, umræðum, fyrirlestrum, kvikmyndum, myndbrotum og skyndiprófum Leiknin er metin út frá vinnubrögðum við notkun heimilda, samningi eigin texta, skilningi á lesnum texta og skilningi á myndbrotum og kvikmyndum út frá skriflegu námsefni. Hæfnin er metin út frá þátttöku og árangri í samræðum, rökræðum og skoðanaskiptum við jafningja og kennara og hvernig nemendum gengur að miðla efni til jafningja sinna.